Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 54
1. mynd. Höfundur bókarinnar, Helgi Björnsson, við hrímað loftnetshús á Grímsfjalli.
Ljósm. Oddur Sigurðsson.
samstarf við útlendinga og má þar
nefna Fransk-íslenska Ieiðangurinn á
Vatnajökul 1951, sem mældi þykkt
jökulsins með hljóðhraðamælingum á
nokkrum stöðum.
Kemur þá að þætti Helga Björns-
sonar, sem hefur helgað starf sitt
jöklarannsóknum og er umrædd dok-
torsritgerð ávöxtur þeirrar vinnu.
Lengi hefur mönnum leikið hugur á
að vita hve þykkir jöklarnir eru.
Fransk-íslenski leiðangurinn bætti
vissulega allmiklu við þekkingu á
Vatnajökli, en jók þó enn frekar á
forvitni manna um landslagið undir
jöklinum. Erlendis höfðu menn fund-
ið upp aðferð til að mæla þykkt gadd-
jökla með rafsegulbylgjum. Þegar
Helgi komst á snoðir um að svipuð
aðferð kynni að duga á íslensku þíð-
jöklana, lét hann hvorki laust né fast
fyrr en hérlendis var búið að hanna og
smíða tæki sem dugði til slíkra mæl-
inga - það er íssjáin. Á þessu hug-
verki og handverki félaga sinna á
Raunvísindastofnun Háskóla Islands
byggði hann mikinn hluta þeirra rann-
sókna, er liggja fyrir í þeirri bók, sem
hér er til umfjöllunar.
Megintilgangur verksins er að lýsa
afrennsli íss og vatns frá jöklunum. í
2. kafla bókarinnar er settur fram
fræðilegur grunnur að því og kemur
þar fram að til þess þarf kort af yfir-
borði og botni jökulsins. í 3. kafla er
lýst mælingum og hvaða niðurstöður
fást úr kortunum.
Það má segja, að rannsóknirnar og
niðurstöður þeirra séu fjórþættar. í
fyrsta lagi eru mælingar á yfirborðs-
hæð jökulsins með loftþyngdarmæl-
ingum. I öðru lagi er mælt með ís-
164