Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 29
3. mynd. Fálkakvenfugl (113485)
í ungabúningi (ársgamall) sem
náðist við hreiður 1987. A
female Gyrfalcon in juvenile
plumage (one year old) caught at
an active nest in 1987. Ljósm.
photo ÓKN 1987.
er hann náðist við hreiður 1984 og
kom þá upp ungum, árið eftir hafði
hann verið leystur af hólmi.
Athuganir á Norðausturlandi hafa
sýnt að fullorðnir fálkar, bæði kyn,
eru árið um kring á sínu óðali (Ólafur
K. Nielsen og Tom J. Cade 1990a).
Þetta á jafnt við um fálka sem búa við
ströndina þar sem alltaf er veiðivon
og þá sem búa inn til landsins þar sem
fátt annað er að hafa yfir veturinn en
rjúpur (Lagopus mutus), snjótittlinga
(Plectrophenax nivalis) og hagamýs
(Apodemus sylvaticus) (Ólafur K.
Nielsen og Tom J. Cade 1990b). Vet-
urseta á óðali hefur þann megintil-
gang að tryggja eignarrétt á því. Góð
óðul virðast vera af skornum skammti
og ég hef oft orðið vitni að átökum
fálka við hreiðurklettinn. Menn hafa
almennt talið að sömu fáikar héldu
tryggð við sömu setur ár eftir ár (sjá
t.d. Palmer 1988), en þetta hefur ekki
áður verið staðfest með merktum
fuglum.
ÞAKKIR
Fálkarannsóknirnar voru styrktar af Nat-
ional Geographic Society, Vísindasjóði,
Peregrine Fund Inc., Andrew Mellon
Foundation, E. Alexander Bergstrom
Memorial Research Fund og Arctic Insti-
tute of North America. Náttúruverndar-
ráð veitti aðstöðu í rannsóknastöðinni við
Mývatn. Náttúrufræðistofnun íslands,
dýrafræðideild, útvegaði merki og sá um
allar endurheimtur. Menntamálaráðuneyt-
ið veitti heimild til að veiða og merkja
fálka. Richard Mearns og Jim Weaver
139