Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 6
skarð í rúmlega 1200 m hæð. Vestur úr því fellur ís niður á Blöndujökul og Kvíslajökul. Botn öskjunnar nær nið- ur í um 980 m hæð og þarf að fara nið- ur að jökulrönd til þess að komast jafn lágt. Að austan rísa Hásteinar upp úr jöklinum á öskjubarminum. Þeir eru gerðir úr straumflögóttu líp- aríti og bendir það til þess að fjallið hafi ekki verið hulið jökli þegar það myndaðist. 11000 m hæð er grunnflöt- ur eldstöðvarinnar um 200 km2. 6. mynd sýnir tvö þversnið yfir öskjuna. Ut frá öskjunni ganga tveir hryggir sem eru hærri en 1100 m. Annar stefn- ir beint í suður frá suðvesturhorni öskjunnar og skilur hann að vestan- verðan Blautukvíslarjökul og Blá- gnípujökul. Hinn stefnir norðaustur úr öskjunni í átt að Illviðrahnúkum, sem eru vestan við Laugafell. Frá Miklafelli, sem er rúmlega 1300 m hátt, liggur hryggur í suðvestur og er hann samsíða hryggnum norðaustur úr öskjunni, en á milli þeirra er dalur, lokaður í báða enda, og nær niður fyr- ir 950 m. Lægstur er botn Hofsjökuls undir Múlajökli, hinum formfagra jökli við Arnarfell. Þar fer botn niður í 500 m og er því um 100 m lægri en land framan við jökuljaðarinn. Þar yrði því fallegt stöðuvatn ef jökullinn hyrfi. Syðst á Þjórsárjökli og Blautukvíslarjökli nær land niður fyrir 600 m, en jökultung- urnar að vestan og norðan ná niður í 800-900 m. A 3. mynd sést hvernig botn jökuls- ins dreifist með hæð yfir sjávarmáli. Rúmlega helmingur af landinu er ofan við 1000 m og 'A ofan við 1300 m, en nær ekkert yfir 1600 m. ísþykkt A 7. mynd sést þykkt Hofsjökuls. Mest er hún í öskjunni, 750 m, en ut- an hennar er jökullinn þykkastur 580 m yfir kvosinni milli fjallshryggjanna tveggja norðaustur af hábungunni. Heildarrúmmál Hofsjökuls er 208 km3 og meðalþykkt hans 225 m. Á 3. mynd sést hvernig rúmmál dreifist með hæð. Um helmingur af rúmmáli jökulsins er ofan við 1150 m og fjórð- ungur ofan við 1300 m. SKRIÐJÖKLAR Hofsjökli má skipta eftir yfirborðs- korti í 22 skriðjökla, sem nefndir eru í töflu 1 og sýndir á 8. mynd. Reiknað er með því að ísinn streymi undan halla yfirborðs og skil skriðjöklanna eru dregin frá vatnaskilum við jökul- jaðar hornrétt á hæðarlínur upp á hæstu bungur. Meginísaskil fara eftir háhryggnum frá vesturbrún Blautu- kvíslarjökuls (nr. 7), norðaustur yfir austurbarm öskjunnar yfir að Mikla- felli. Frá fyrstu sjö jöklunum í töflunni rennur vatn til Fjórsár, næstu þrír veita vatni til Jökulfallsins, næstu fjór- ir til Blöndu, þá tveir til Vestari-Jök- ulsár og sex í Austari-Jökulsá. Frá ís- hryggnum skríður ís í suðaustur niður að Þjórsá, en vestur af hábungunni niður að leysingarsvæði, sem veitir vatni í Blöndu. Á 8. mynd sjást straumlínur jökulsins, sem dregnar eru innan ísasvæðanna til þess að fá fram mynd af því hvernig ísstraumarn- ir ýmist þrengjast eða breiða úr sér á leið niður að jökuljaðrinum. Háöldujökull (nr. 1) skríður frá meginísaskilum í um 1500 m hæð og er efst um 550 m þykkur, en þynnist í 200 m er hann fer yfir 1200 m háa hrygginn milli öskjunnar og Mikla- fells. Austan við hrygginn þykknar hann á ný og verður 300 m áður en hann þynnist loks að jaðrinum í 800 m hæð. Að sunnan liggur Háöldujökull að fjallshrygg, sem teygir sig að sérkenni- legu viki í austanverðum Hofsjökli. Næstur er Þjórsárjökull (nr. 2, 116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.