Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 23
brot fjölmargra ósonsameinda. Klór-
frumeindir geta þó hvarfast við ýmsar
aðrar sameindir, svo sem köfnunar-
efnisoxíð (NOx) og vatn (H20). Ýmis
klórsambönd geta því myndast í há-
loftunum í kjölfar slíkra efnahvarfa. í
leiðangrinum sem farinn var árið 1987
til að mæla styrk ósons yfir suður-
heimskautinu var einnig mældur
styrkur halógensambanda á borð við
CIO, BrO, C10N02, OCIO og HCl.
Styrkur klórs reyndist vera mjög lítill.
CIO styrkurinn mældist óvenjulega
hár, eða á bilinu 0,5-2 ppb (billjón-
ustu hlutar) í um 20 km hæð í septem-
ber, en hann hafði fallið verulega þeg-
ar komið var fram í október, einmitt
þegar ósonstyrkurinn mældist í lág-
marki (Gribbin 1988, de Zafra & fé-
lagar 1989). Til samanburðar má geta
þess að CIO styrkur í 20 km hæð yfir
Norður-Ameríku mældist um það bil
0,01 ppb. Þá greindust dagsveiflur í
CIO styrknum, þannig að hann mæld-
ist mestur um miðjan daginn, þegar
mest naut sólar, en hann féll að næt-
urlagi. OClO-styrkurinn reyndist vera
um það bil 20-50 falt meiri en áætlað
hafði verið. Efnin HCl og C10N02,
eru bæði stöðug og sameindirnar
órjúfanlegar fyrir tilstilli þeirrar geisl-
unar sem í heiðhvolfunum ríkir. Því
var í fyrstu talið að klórfrumeindir
sem bindast í þeim sameindum geti
ekki losnað á nýjan leik og að þau efni
væru því skaðlaus með tilliti til eyð-
ingar ósons. Á allra seinustu árum
hefir þó ný kenning um skaðsemi
þessara efna yfir suðurheimskautinu
hlotið vaxandi hljómgrunn.
„Ósongatið“ reynist vera á sömu
slóðum og þar sem svokölluð pólarský
fyrirfinnast. Pólarský (polar stratos-
pheric clouds) eru gerð úr vatnskrist-
öllum sem innihalda HNO, og mynd-
ast á veturna en eyðast á vorin (októ-
ber), einmitt þegar ósonstyrkurinn
nær lágmarki (Salawitch og félagar
1988). Vitað er að slíkir kristallar geta
verið hvataverkandi fyrir ýmis efna-
hvörf (yfirborðshvötun). Meðal efna-
hvarfa sem gætu átt sér stað fyrir til-
stilli slíkrar yfirborðshvötunar er
hvarf C10N02 og HCl sem mundi
leiða til myndunar Cl2 og HN03:
hvati
CIONO, + HCl -* HNOj + Cl2 (8)
Cl2 rofnaði því næst auðveldlega við
ljósgleypni:
Cl2 + hv -* 2C1 (9)
og þar með væri C1 frjálst.
Óvenjuhár styrkur OCIO hefir ver-
ið mönnum nokkur ráðgáta en tilgáta
er uppi um að það myndist við efna-
hvarf BrO og CIO (Sander & Friedl
1988):
BrO + CIO -» OCIO + Br (10)
Af ofangreindu má ljóst vera að
margt rennir stoðum undir þá tilgátu
að sú eyðing ósonlagsins sem greind
hefir verið yfir suðurheimskautinu sé
af mannavöldum og að notkun freons
valdi þar miklu um. Það skal þó skýrt
tekið fram, að óyggjandi sannanir fyr-
ir því að svo sé, liggja ekki fyrir held-
ur byggja slíkar ályktanir á kenning-
um sem studdar liafa verið af niður-
stöðum fylgniathugana. Án efa er
skýringin á minnkandi ósonstyrk
margbreytilegri en svo að einum
ákveðnum áhrifaþætti verði um
kennt. Á hinn bóginn verður ekki
horft framhjá þeirri staðreynd að þau
efnahvörf sem greint hefur verið frá
hér að ofan geta vissulega gerst við
þær aðstæður sem fyrir hendi eru í
heiðhvolfinu. Um það vitna fjölmarg-
ar tilraunaniðurstöður úr rannsókna-
stofum efnafræðinga á jörðu niðri. Því
væri ábyrgðarleysi að bregðast öðru-
133