Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 53
Oddur Sigurðsson
Ritfregn
Hydrology of Ice Caps in
Volcanic Regions
eftir
Helga Björnsson
Undir jól 1988 kom út hjá Vísinda-
félagi íslendinga doktorsritgerð Helga
Björnssonar um vatnafræði hveljökla
á eldfjallasvæðum. Hún er á ensku
með íslenskum útdrætti og ber heitið
Hydrology of Ice Caps in Volcanic
Regions. Með þessari ritgerð bætir
Helgi merkum kafla við framlag ís-
lendinga til jöklafræðinnar, en það
framlag hófst með fornritunum.
Á miðöldum var mestan fróðleik
um jökla að finna hjá íslendingum
enda höfðu þeir meir af jöklum að
segja heldur en flestar aðrar þjóðir.
Saxi fróði hefur um aldamótin 1200
trúlega haft sína þekkingu um jökla
frá íslendingum og örugglega einnig
höfundur Konungsskuggsjár hálfri öld
síðar. Þá hefur Ásgrímur Brandsson
ábóti, höfundur Guðmundar sögu
biskups hinnar yngstu, einnig vitað
sitt hvað um eðli jökla, en hún var rit-
uð um miðja 14. öld. Héðan var síðan
miðlað rituðum upplýsingum um jökla
til annarra þjóða svo sem með Is-
landslýsingu Odds Einarssonar, Is-
landskorti Guðbrands biskups og
jöklariti Þórðar Vídalín, þótt hægt
hafi gengið með útgáfu á þeim sum-
um.
Með Sveini Pálssyni landlækni rísa
jöklarannsóknir íslendinga á fyrri öld-
um hæst. Kort Björns Gunnlaugsson-
ar og Þorvalds Thoroddsen bæta tals-
verðu við þekkingu á íslenskum jökl-
um, en ekki svo miklu við jöklafræði
almennt.
Á síðustu öld og fram á þessa leggja
ýmsir útlendingar í jöklaleiðangra hér
á landi og afla margvíslegra gagna um
hvernig þar er umhorfs. Má segja, að
það hafi verið hefðbundin landkönn-
un, sem margir fróðsleiksfúsir menn
og ofurhugar lögðu í um þær mundir.
Skipulegar mælingar á jöklum hér-
lendis hefjast varla fyrr en Jón heitinn
Eyþórsson veðurfræðingur kom skikk
á mælingar á jökulsporðum víðs vegar
um land um 1930. Nokkru síðar hófust
margvíslegar jöklarannsóknir Sigurðar
Þórarinssonar, oft í samstarfi við Svía.
Næst bættust við reglulegar mælingar
Vatnamælinga á rennsli jökuláa á
fimmta áratugnum. Jöklarannsókna-
félag Islands var stofnað 1950, og stóð
það m.a. fyrir árlegum ferðum í
Grímsvötn, þar sem sitt hvað var at-
hugað í hverri ferð, svo sem yfirborðs-
hæð í vötnunum og ákoma vetrarins.
Oftar áttu íslenskir jöklafræðingar
Náttúrufræðingurinn 60 (3), bls. 163-168, 1991.
163