Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 37
Matthías Kjeld og Arndís Theodórsdóttir Sölt, hormón og önnur efni í blóði langreyða (Balaenoptera physalus) við Island INNGANGUR Stórhvela við ísland er getið í rituðum heimildum allt frá þrettándu öld, og hafa bæði reknir og veiddir hvalir ver- ið nýttir. Fram á annan áratug þessar- ar aldar voru markvissar veiðar þó nær eingöngu stundaðar af útlending- um, fyrst af Evrópumönnum, einkum Böskum á 16. og 18. öld, Bandaríkja- mönnum á 18. og 19. öld og Norð- mönnum frá 1883 og fram að seinni heimsstyrjöld. Fyrst var veitt frá land- stöðvum en síðan frá móðurskipum (Jóhann Sigurjónsson 1985 og 1989). Rannsóknir á stærstu hvalategund- unum eru erfiðar vegna stærðar dýranna. Steypireyður (Balaenoptera musculus), stærsta dýr jarðar fyrr og síðar, getur náð allt að 145 tonna þyngd. Til samanburðar má geta þess að stærsta risaeðla fortíðarinnar er tal- in hafa getað náð um 35 tonna þyngd og því verið fjórum sinnum minni en steypireyðurin. Langreyðurin (Bala- enoptera physalus), sem er næststærsti skíðishvalurinn, vegur um 60 til 70 tonn, hefur verið uppistaðan í veið- inni frá því að hvalveiðar hófust frá hvalveiðistöðinni í Hvalfirði 1948. Fótt ailmikið hafi bæst við þekkingu okkar á stórhvelum á þessari öld er enn í dag lítið vitað um líf og hætti þeirrra. Á hvalveiðistöðinni í Hval- firði hafa frá upphafi verið skráðar ýmsar upplýsingar eins og t.d. tegund, lengd, kyn, veiðistaður og ýmislegt fleira fyrir hvern veiddan hval. Á síð- ustu 2 til 3 áratugum hafa nýjar rann- sóknir bæst við og æ fleiri sýni verið tekin úr hverjum veiddum hval til mis- munandi líffræðilegra rannsókna. Á sjöunda áratugnum hóf Dr. Úlfur Árnason að athuga litningamynstur hvala (Arnason 1974), og á áttunda áratugnum hófust greiningar á erfða- þáttum hvala, sem bárust til hval- stöðvarinnar í Hvalfirði (Alfreð Árna- son og Jóhann H. Sigurðsson 1983). Sýni voru tekin úr hverju dýri og þess freistað að kanna hvort stofnar þeir, sem íslendingar veiddu úr væru erfða- fræðilega stöðugir, eða hvort þeir blönduðust öðrum stofnum eða hóp- um hvala og þá hversu mikið. Stór- átak var svo gert með rannsóknaáætl- un Hafrannsóknastofnunarinnar og samstarfi hennar við ýmsa aðila (Jó- hann Sigurjónsson 1985). Um svefn- og matarvenjur þessara úthafsdýra er ýmist engin eða lítil og óáreiðanleg vitneskja til. Hvernig að- hæfast þau vöntun á fersku vatni? Sjór hefur þrisvar til fjórum sinnum meiri saltstyrk en blóð spendýra hefur, og Náttúrufræðingurinn 60 (3), bls. 147-154, 1991. 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.