Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 57

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 57
tvímælalaust til bóta. Öll eru þau vel læsileg og skýringar Ijósar. Pó má geta þess að á 1. korti eru sýndar missverar mælingalínur, en ekki skýrt hvers vegna þær eru merktar svo. A tölvu- teiknuðum kortum vilja línur verða ei- lítið kantaðar, og þar sem margar lín- ur liggja mjög þétt koma fram rendur í kortunum, sem ekki eru fyrir hendi í náttúrunni, heldur til komin vegna þeirrar tækni, sem notuð er við gagna- öflun og teikningu. Ef til vill er kostur að fela ekki þessa hnökra, enda fer þá ekki milli mála hverrar ættar kortin eru. í kortunum er saman kominn af- rakstur feikimikillar vinnu, og verður gildi þeirra seint ofmetið. Mig langar til að benda á nokkur atriði, sem mér þóttu markverð eða sýnist öðruvísi en fram kemur í bók- inni. Þar er til dæmis, að vatnaskil eru sögð dregin frá jökulrönd í framhaldi af vatnaskilum utan jökuls. Skilin milli vatnasviðs Köldukvíslar og Sylgju undir og ísaskilin ofan á jökli eru dregin beint austur af Hamrinum. Nú rennur ein af upptakakvíslum Köldukvíslar úr krikanum vestan við Hamarinn, en vatnaskilin eru þar fyrir sunnan. Því ætti að draga umrædd vatnaskil undir jökli og samsvarandi ísaskil þar upp nokkru sunnan við Hamarinn. Þetta breytir nokkuð flat- armáli vatnasviða þessara tveggja áa frá því sem talið er í bókinni í töflum á bls. 56 og 112. Áin Sylgja rennur undan jaðri Sylgjujökuls þar sem hann liggur einna hæst yfir sjó milli Kerlinga og Hamarsins. Samkvæmt korti af undir- lagi jökulsins liggur hann þarna upp að hæð. Ef jökullinn hopar 200-300 m hættir Sylgja að renna í sínum farvegi og snýr suður með jökuljaðrinum og verður ein af upptakakvíslum Tungnaár. Þetta mundi bæta 60 km2 við vatnasvið Tungnaár og gæti breytt rennsli inn í Þórisvatnsmiðlun því Sylgja fæðir jarðvatnskerfið upp af Þórisvatni. Það er líka greinilegt ef hugað er að farvegi Sylgju, að hún hefur ekki runnið þar ýkja lengi, sennilega ekki nema nokkur hundruð ár. Ef til vill eru mælingar á Sylgju- jökli fullstrjálar, til að hægt sé að full- yrða svo mikið sem hér er gert. I kafla 5.2 um Skaftárhlaup eru þau sögð koma á 3-4 ára fresti úr vestari katlinum. Þar sem 9 sinnum hefur hlaupið úr honum á árunum 1968 til 1988 er nær lagi að meðalbil milli hlaupa sé 2,5 ár. Það samræmist betur öðrum mældum stærðum í sambandi við áætlaða ákomu og leysingu á svæðinu. Á bls. 111 stendur, að vatn af nokk- urri skák undir Skaftárjökli rynni í átt til Langasjávar og síðan áfram til Skaftár, ef þar væri jökullaust. Þetta gæti misskilist þannig að átt væri við að vatnið rynni í Langasjó, en svo er ekki og hefur ekki verið síðan 1957. Langisjór er hér aðeins nefndur sem staðarnafn til að ókunnugir geti betur áttað sig á korti. í töflum 4.2 og 7.2 er sýnd ákoma, leysing og afkoma jökuls árið 1985 - 1986 annars vegar fyrir ísasvið Tungnaárjökuls og hins vegar vatna- svið Tungnaár undir jökli. Þar hefur ekki verið reiknuð út meðalákoma, meðalleysing og meðalafkoma jökuls- ins, sem mér finnst forvitnilegar tölur. Þær má hins vegar auðveldlega reikna út frá öðrum tölum. I töflu 4.2, sem á við ísasvið jökulsins, er heildarflatar- málið 234,6 km2 og á þann flöt féll snjór sem svarar alls 355 x 106 m3 af vatni og er meðalákoma því 1510 mm. Á sama hátt má leiða fram að meðal- leysing er 1480 mm. Þar af leiðir, að 30 mm vatns hafa bæst við jökulinn að meðaltali það ár. Samkvæmt töflu 7.2, sem á við vatnasviðið, mældist ákom- 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.