Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 42
persónulegar upplýsingar), en lítið var
um tóma maga, sem fylgja myndi lág-
ur styrkur þríglyceríða í blóði.
Styrkur tveggja hormóna, sem bæði
eru framleidd í berki nýrnahettanna,
kortisóls og aldósteróns, var mældur í
blóði langreyðanna. Ahuginn á aldó-
steróni var aðallega bundinn við hlut-
verk þess í stjórnun á natríum- og
kalíumútskilnaði nýrna og samaburð á
blóðstyrk þess í hvölum og í spendýr-
um á landi. Talið var hugsanlegt að
blóðstyrkur hormónsins í hvölunum
væri eitthvað breyttur vegna öðruvísi
saltbúskapar þeirrra. Styrkur aldó-
steróns reyndist vera hærri í hvölum
en mönnum (ef gildi fyrir liggjandi
menn eru notuð til viðmiðunar fyrir
hvalina, sem hlýtur að teljast eðlileg
viðmiðun) og gæti það þýtt, að það
hafi hlutverk við stýringu á saltstyrk í
líkamsvökvum hvala, enda þótt ekki
hafi fundist fylgni milli styrks þess og
styrks natríums í blóði hvalanna.
Kortisól er streituhormón að hluta,
þ.e.a.s. styrkur þess hækkar í blóði
við ýmislegt álag (áreynslu; áhyggjur)
í mönnum og flestum öðrum spendýr-
um, sem lifa á landi. Þannig hafa
menn t.d. fundið að hreindýr, sem
skotin voru á færi þar sem þau voru á
beit, höfðu mun lægri kortisólgildi en
þau dýr, sem höfðu verið elt eða rekin
í sláturhús (Rehbinder, C. and Edqu-
ist, L-E. 1981). Kortisólgildin í blóði
hvalanna reyndust vera um 15 sinnum
lægri en í mönnum, og um tvisvar
sinnum lægri en í húsdýrum (Wilkin-
son, J. 1980), en nokkru hærri en í
framangreindum hreindýrum skotnum
á færi. Þessi mikli munur milli dýra og
manna getur þýtt það, að kortisól
gegni ekki sama hlutverki í mönnum
og dýrum. En ef hreindýr og hvalir
eru borin saman, virðist sem hreindýr-
in svari áreitinu meir en hvalirnir.
Eins og að framan getur, sveiflast
kortisólstyrkur í blóði manna yfir sól-
arhringinn. Styrkurinn að morgni
dags er um tvisvar sinnum hærri en að
kvöldi. Þetta tengist svefntíma og ef
hann breytist, breytist einnig kortisól-
sveiflan. Við könnuðum hvort nokkur
breyting væri á kortisólstyrk eftir því
hvenær dags hvalurinn var veiddur og
fundum engar slíkar tilhneigingar. Nú
eru einnig til heimildir um dagsveiflu
kortisóls hjá dýrum, og styður þessi
niðurstaða það, sem nefnt var hér að
framan viðvíkjandi könnun á þríglyc-
eríðstyrk á mismunandi tímum sólar-
hringsins, að hvalirnir virðast ekki
sofa á ákveðnum tímum sólarhrings-
ins, ef þeir sofa nokkuð yfirleitt.
Styrkur natríums og klóríðs í þvagi
hvalanna reyndist vera um 50% hærri
en meðalstyrkur í þvagi manna, en
var lægri en meðalstyrkur (selta) sjáv-
ar. Hins vegar var styrkur kalíums og
þvagefnis svipaður. Bendir þetta til
þess, að hvalirnir þurfi að losa sig við
meira saltmagn (NaCl) með þvagi
heldur en spendýr á landi. Sýrustig og
osmósuþrýstingur var heldur hærri í
þvagi hvala en manna, en hafa verður
í huga að þvagið var tekið úr blöðru
hvalanna í hvalveiðistöðinni allmörg-
um (10-20) klukkustundum eftir að
dýrin voru skotin.
Ekki er mögulegt að gera sér grein
fyrir heildarútskilnaði efna í þvagi
hvalanna, þar -eð ekkert er vitað um
þvagmagn það, sem dýrin láta frá sér
yfir sólarhringinn. Ef þess er gætt
hversu þvagblaðra dýranna er lítil
miðað við stærð þeirra, mætti giska á
að heildarþvagmagn væri ekki mikið.
Þetta þarf þó ekki að vera gild rök-
semd, þar sem blaðran gæti allt eins
verið svona lítil vegna þess að dýrin
þurfa ekki að halda þvagi um lengri
tíma.
152