Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 27
2,0-
JZ
O)
*Q)
5
O)
"O
O)
c
>,
n
—i-----------1-----------1----------1----------r-
20 40 60
Dagar frá því fyrsta eggi var orpið
Days from initiation of laying
1. mynd. Þyngd fálka á varptíma. Á myndina vantar kvenfugl sem náðist 7 vikum fyrir
varp og var 1750 g. Ferningar tákna kvenfugla og hringir karlfugla. Weight of Gyrfalcons
captured during study in relation to stage of the breeding cycle. Not shown is a female
caught 7 weeks before laying and weighing 1750 g. Squares are females and filled rings
males.
Kynþroski og átthagatryggð unga
Tveir karlfuglar merktir sem ungar
náðust við hreiður. Báðir voru fjög-
urra ára og komu upp ungum það ár.
Annað óðalið hafði verið setið af
geldpari tvö ár á undan, en þar áður
hafði það verið í eyði. Hitt óðalið
hafði verið setið af varppari árið á
undan, þar á undan af geldpari og síð-
an varppari. Mögulega hefur þetta því
ekki verið fyrsta varp hjá síðari karl-
fuglinum. Þessi karlfugl (2. mynd) var
paraður ómerktum kvenfugli sem
einnig náðist og samkvæmt lit var eins
árs (3. mynd). Ég hef athugað um 250
fálkahreiður á Norðausturlandi síðan
1981 og þetta er í annað skipti sem ég
hef séð ungan kvenfugl við hreiður.
Tveir kvenfuglar merktir sem ungar
náðust. Annar kvenfuglinn var
tveggja ára og hinn þriggja ára, ungar
komust upp hjá báðum það sumar.
Tveggja ára fuglinn var á óðali, sem
árið á undan var setið af geldpari, og
þriggja ára fuglinn var á óðali, sem
setið var af varppari árið á undan, en
árin þar á undan hafði það verið í eyði
(4. mynd). Síðari kvenfuglinn hefur
því mögulega verið að verpa í annað
skipti á þessu óðali. Þetta eru einu ör-
uggu upplýsingarnar sem til eru um
kynþroskaaldur villtra fugla. Dement-
137