Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 6
skarð í rúmlega 1200 m hæð. Vestur úr því fellur ís niður á Blöndujökul og Kvíslajökul. Botn öskjunnar nær nið- ur í um 980 m hæð og þarf að fara nið- ur að jökulrönd til þess að komast jafn lágt. Að austan rísa Hásteinar upp úr jöklinum á öskjubarminum. Þeir eru gerðir úr straumflögóttu líp- aríti og bendir það til þess að fjallið hafi ekki verið hulið jökli þegar það myndaðist. 11000 m hæð er grunnflöt- ur eldstöðvarinnar um 200 km2. 6. mynd sýnir tvö þversnið yfir öskjuna. Ut frá öskjunni ganga tveir hryggir sem eru hærri en 1100 m. Annar stefn- ir beint í suður frá suðvesturhorni öskjunnar og skilur hann að vestan- verðan Blautukvíslarjökul og Blá- gnípujökul. Hinn stefnir norðaustur úr öskjunni í átt að Illviðrahnúkum, sem eru vestan við Laugafell. Frá Miklafelli, sem er rúmlega 1300 m hátt, liggur hryggur í suðvestur og er hann samsíða hryggnum norðaustur úr öskjunni, en á milli þeirra er dalur, lokaður í báða enda, og nær niður fyr- ir 950 m. Lægstur er botn Hofsjökuls undir Múlajökli, hinum formfagra jökli við Arnarfell. Þar fer botn niður í 500 m og er því um 100 m lægri en land framan við jökuljaðarinn. Þar yrði því fallegt stöðuvatn ef jökullinn hyrfi. Syðst á Þjórsárjökli og Blautukvíslarjökli nær land niður fyrir 600 m, en jökultung- urnar að vestan og norðan ná niður í 800-900 m. A 3. mynd sést hvernig botn jökuls- ins dreifist með hæð yfir sjávarmáli. Rúmlega helmingur af landinu er ofan við 1000 m og 'A ofan við 1300 m, en nær ekkert yfir 1600 m. ísþykkt A 7. mynd sést þykkt Hofsjökuls. Mest er hún í öskjunni, 750 m, en ut- an hennar er jökullinn þykkastur 580 m yfir kvosinni milli fjallshryggjanna tveggja norðaustur af hábungunni. Heildarrúmmál Hofsjökuls er 208 km3 og meðalþykkt hans 225 m. Á 3. mynd sést hvernig rúmmál dreifist með hæð. Um helmingur af rúmmáli jökulsins er ofan við 1150 m og fjórð- ungur ofan við 1300 m. SKRIÐJÖKLAR Hofsjökli má skipta eftir yfirborðs- korti í 22 skriðjökla, sem nefndir eru í töflu 1 og sýndir á 8. mynd. Reiknað er með því að ísinn streymi undan halla yfirborðs og skil skriðjöklanna eru dregin frá vatnaskilum við jökul- jaðar hornrétt á hæðarlínur upp á hæstu bungur. Meginísaskil fara eftir háhryggnum frá vesturbrún Blautu- kvíslarjökuls (nr. 7), norðaustur yfir austurbarm öskjunnar yfir að Mikla- felli. Frá fyrstu sjö jöklunum í töflunni rennur vatn til Fjórsár, næstu þrír veita vatni til Jökulfallsins, næstu fjór- ir til Blöndu, þá tveir til Vestari-Jök- ulsár og sex í Austari-Jökulsá. Frá ís- hryggnum skríður ís í suðaustur niður að Þjórsá, en vestur af hábungunni niður að leysingarsvæði, sem veitir vatni í Blöndu. Á 8. mynd sjást straumlínur jökulsins, sem dregnar eru innan ísasvæðanna til þess að fá fram mynd af því hvernig ísstraumarn- ir ýmist þrengjast eða breiða úr sér á leið niður að jökuljaðrinum. Háöldujökull (nr. 1) skríður frá meginísaskilum í um 1500 m hæð og er efst um 550 m þykkur, en þynnist í 200 m er hann fer yfir 1200 m háa hrygginn milli öskjunnar og Mikla- fells. Austan við hrygginn þykknar hann á ný og verður 300 m áður en hann þynnist loks að jaðrinum í 800 m hæð. Að sunnan liggur Háöldujökull að fjallshrygg, sem teygir sig að sérkenni- legu viki í austanverðum Hofsjökli. Næstur er Þjórsárjökull (nr. 2, 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.