Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 39
annara líffæra eða fruma), fituefni
(lipids), þvagefni (urea) og kreatínín
(styrkur m.a. háður nýrnastarfsemi),
og heildarprótín (heildarmagn eggja-
hvítuefna, sem eru mikilvæg fyrir
samsetningu blóðs t.d. vatnsinnihald
þess o.fl.). í annari grein munum við
fjalla um rannsóknir okkar á kynhor-
mónum í blóði langreyða.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Langreyðarnar, sem sýnin voru tek-
in úr, voru veiddar vestur og suðvest-
ur af íslandi á árunum 1981-1986.
Hvalveiðimenn tóku blóðsýni úr
sporðæð dýranna, þegar þau voru
dregin að skipshlið, eftir að hafa verið
skutluð. Sýnin voru geymd við 4°C
uns þau komu til hvalstöðvarinnar, en
þá voru blóðkornin skilin frá og serm-
ið (sermi er blóðvökvinn, sem situr
ofan á blóðkornunum, þegar blóðið
hefur staðið og storknað) geymt við
—30°C og —80°C uns það var mælt.
Sýni, sem voru mjög blóðlituð (ein-
kenni um að rauð blóðkorn hafi
sprungið og innihald þeirra, þar með
hemoglobin (blóðrauði) farið í serm-
ið) voru ekki tekin með í mælingarn-
ar. Ef niðurstöður bentu til að sjór
hefði blandast sýnunum, voru þær
mælingar ekki teknar með í útreikn-
inga á lokaniðurstöðum. Þvagsýni
voru tekin frá blöðru á skurðarplani í
hvalstöðinni.
Framangreind efni voru mæld með
stöðluðum aðferðum efnameinafræð-
innar (clinical chemistry). Hormónin
bæði voru mæld með geisla-ónæntis-
aðferðum (radioimmunoassays), þar
sem notuð voru mjög sértæk mótefni
mynduð í kanínum (Matthías Kjeld
1975). Osmósuþrýstingur var mældur
með frostmarkslækkunaraðferð (frost-
markslækkun er í réttu hlutfalli við
styrk efna í upplausn) og sýrustig með
glerskautsmæli (glerelektróðu).
NIÐURSTÖÐUR
Styrkur hinna ýmsu efna, sem mæld
voru í blóði, er sýndur í Töflu 1.
Natríum-, kalíum- og klóríðgildin eru
öll nokkru hærri (meira en 2 staðalfrá-
vik) en meðalgildi fyrir menn (gefið í
sviga), sem notuð eru til samanburðar
fyrir spendýr á landi. Kalsíum- og
prótíngildi eru hins vegar næstum þau
sömu hjá báðum og kreatíningildin
virðast svipuð.
Þvagefni (urea) og þvagsýra skera
sig úr, en þvagefnið er um 6 sinnum
hærra og þvagsýran um 10 sinnum
lægri í blóði langreyða heldur en í
blóði manna. Fituefnin kólestról og
þríglyceríð virðast svipuð að styrk-
leika í blóði langreyða og manna.
Meðalgildi kortisóls í blóði hval-
anna mældist nálægt 15 sinnum lægra
en í blóði manna, aldósterone gildið
aftur á móti um tvisvar sinnum hærra
en í liggjandi manni.
1 Töflu 2 eru sýndar niðurstöður á
mælingum okkar á styrk nokkurra
efna í þvagi langreyða. Langreyðurin
hefur um 50% hærri natríum- og klór-
styrk í þvagi en maðurinn. Aftur á
móti er styrkur kalíums og þvagefnis
svipaður og sá, sem finnst í þvagi
manna. Ef gildi þau, sem finnast í
þvagi langreyðanna eru borin saman
við meðalgildi sjávar, sést að natríum
og klóríð (sem mynda venjulegt salt,
natríumklóríð, NaCl) eru lægri í þvag-
inu en í sjónum, en kalíum unt 6 sinn-
um hærra. Sýrustig þvags í hvölum
reyndist svipað og í mönnum en os-
mósuþrýstingur um 50% hærri í hvöl-
unum, en þó lægri en í sjó.
Þegar kortisólgildi voru borin sam-
an við tímann, sem hvalurinn var eltur
(eltitímann), þ.e. frá því að hann var
fyrst séður og þar til að hann var skot-
inn (oftast 0-120 mín.), fannst engin
marktæk fylgni þar á milli, r. = 0,22.
Sömuleiðis fannst engin fylgni á milli
149