Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 25
Ólafur K. Nielsen
Kynþroskaaldur og
átthagatryggð fálka
INNGANGUR
Fálki (Falco rusticolus) er varpfugl
á norðurhjara allt í kringum pólinn
(Cade 1982). Lífshættir fálka hafa ver-
ið rannsakaðir bæði vestan hafs og
austan, einkum útbreiðsla, þéttleiki,
varphættir og sumarfæða (sjá t.d.
Hagen 1952, Cade 1960, Dementiew
1960, Platt 1977, Roseneau 1972, Ól-
afur K. Nielsen 1986, Poole 1987).
Ég hóf fálkarannsóknir á Norðaust-
urlandi vorið 1981 og hef unnið þar á
hverju ári síðan. Einn liður í þessu
verkefni var að ákvarða afföll á full-
orðnum fálkum. Þetta var gert með
merkingum og endurteknum veiðum
við sömu fálkaóðul. Of fáir fuglar
náðust til að hægt væri að ráða í afföll
en nokkrar upplýsingar fengust um
kynþroskaaldur og átthagatryggð og
verður fjallað um það hér. Þessir
þættir í líffræði fálkans eru lítt þekktir
og einu upplýsingarnar mér kunnar,
sem byggja á merktum fuglum, eru frá
íslandi.
RANNSÓKNARSVÆÐI
Unnið var í Þingeyjarsýslum. Vest-
urmörk svæðisins eru um Köldukinn,
Ljósavatnsskarð, Bárðardal og árdal
Skjálfandafljóts allt suður að Kiðagili.
Suðurmörkin eru um línu sem hugsast
dregin úr Kiðagili um Hattöldu-Suð-
urá-Sellandafjall-Bláfjall-Búrfell og í
Jökulsá á Fjöllum skammt sunnan
Hrossaborgar. Austurmörkin eru Jök-
ulsá á Fjöllum að Hólssandi, og þaðan
lína um Hafrafell-Sandfell-Fjallgarð-
Blikalónsdal og í sjó við Blikalón.
Norðurmörkin eru strandlengjan frá
ósum Skjálfandafljóts austur til Blika-
lóns á Sléttu, að Lundey á Skjálfanda
og Mánáreyjum meðtöldum. Samtals
gerir þetta um 5200 km2.
Það sem öðru fremur einkennir
þetta svæði eru víðáttumikil þurr
heiðalönd. Einkennisgróður þing-
eysku heiðanna eru ýmsir smárunnar,
t.d. krækilyng (Empetrum nigrurrí),
fjalldrapi (Betula nand), gulvíðir (Sal-
ix phylicifolia), grávíðir (S. callicarpa-
ea), sortulyng (Arctostaphylos uva-
ursi), bláberjalyng (Vaccinium uligin-
osum), beitilyng (Calluna vulgaris) og
einir (Juniperus communis), einnig
grös og fléttur. Þessi heiðalönd ná frá
sjávarmáli upp í 500-600 m hæð. Stór
hluti þeirra hefur eyðst vegna upp-
blásturs, sérstaklega þau sem hæst
1‘ggja.
Loftslag á svæðinu er með meiri
meginlandsbrag en víðast hvar ann-
ars staðar á landinu, þetta á þó sér-
staklega við þegar fjær dregur sjó.
Hlýjasti mánuður ársins er júlí og
febrúar er kaldastur. Meðalhiti í júlí
1931-1960 var 10,2°C bæði á Húsa-
vík og í Reykjahlíð við Mývatn, febrú-
Náttúrufræðingurinn 60 (3), bls. 135-143, 1991.
135