Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 31
4. mynd. Rauðagjallsbunkar í u.þ.b. 620 m hæð á brúnum Vatnafjalla uppi yfir Kvíárjökli.
Gígarnir sem gjallið er komið frá finnast nú hvergi. Þeir voru ofar í hlíðum eldkeilu sem nú
er horfin. Lengd broddstafsins í forgrunni er um 1,8 m. I baksýn eru móbergshamrai'. Scoria
deposits at aboat 620 m elevation on Vatnafjöll. The scoria originated from vents whiclt were
on the higlter slopes of a cone now disappeared. Ljósm. photo Sigurður Björnsson.
gosmenjamar sem hér hafa verið ræddar
(7. mynd) og eru að öllunt líkindum
menjar um eitthvert síðasta gosið eða það
síðasta í keilunni.
Keilan hefur varnað því að jökullinn á
bak við hana næði framrás. Vatn af
fjallasvæðinu fellur nú til Kvíár en hefur
þá runnið að hluta til austurs eftir farvegi
Vattarár og að hluta til vesturs um skörðin
vestan Staðarfjalls. Hvernig jökullinn
hagaði sér á eldkeilunni verður nú varla
sagt um, en hugsanlega gæti hafa verið í
henni allmikill gígur og líklegt að
jökullinn hafi rofið niður úr honum þá
hlið sem að Öræfajökli sneri.
Varla hefur gosið sem framleiddi
hraunið sem hér hefur verið rætt urn hafist
með sprengingu, því þá hefði hraunið
tæplega getað myndast, en tjallið hefur af
einhverjum ástæðum hrunið í lok gossins
eða eftir það. Sjávarstaða hefur ef til vill
verið nógu há, þegar það gerðist, til þess
að sjór hafi getað flætt inn í gosrásina, ef
op hefur myndast inn í hana neðarlega,
eða borist í kvikuna í róturn keilunnar
eftir sprungum og gæti það hafa orsakað
sprengingu sem hefði skilið eftir gjá þar
sem fjallið var áður og Kvíárjökull flæðir
nú fram. Líklega hefur einhver jökull eða
fannir legið á þessari keilu og gæti
bræðsluvatn frá þeim einnig átt þátt í
sprengingum gossins.
Hugsanlegt er einnig að inn í keiluna
hafi troðist kvika og keilan við það
bólgnað út uns hún varð óstöðug og
suðurhlíð hennar hrundi í miklu skriðu-
falli eða framhlaupi. Við slíkt hrun gæti
hafa létt svo á kvikunni í keilunni að hún
25