Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 35
8. mynd. Kortskissa af Kvíáreldkeilunni frá ísaldarlokum, eins og hún gæti hafa litið út.
Meginforsendur þeirrar túlkunar sem í teikningunni er fólgin eru það landslag sent til staðar
er á svæðinu í dag og hér er teiknað upp eftir AMS-landslagskortunum, 1:50.000, frá miðri
þessari öld og þær menjar gosvirkni sem raktar hafa verið í greininni. Berið saman við 1. og
2. mynd. Með örvum eru sýndar líklegustu rennslisleiðir vatns og hrauna frá keilunni. Vatn af
keilunni í leysingum og hlaupum hefur rofið hin miklu gljúfur sem nú eru beggja megin við
fjöllin sem mynduðu flanka keilunnar. Ofan af efri hluta keilunnar hafa einnig komið þær
gosmenjar sem nú finnast á hinum gömlu flönkum. A reconstruction of the late-glacial volcanic
cone at Kvíárjökull, based on present topography and exposed eruption products. Teikn. Páll
Imsland í samráði við Sigurð Björnsson.
miklu leyti horfið af þessu svæði. En um
það leyti sem askjan var orðin full hefur
veðurfar kólnað aftur og miklir jöklar
ruðst niður hlíðar Öræfajökuls. Einn
þeirra hefur þrengt sér niður í gegn um
gljúfrið sem myndast hafði við gosið og
hlaupið. Þessi jökull hefur breikkað
gljúfrið verulega. Vegna fyrirstöðunnar í
gljúfrinu hefur jökullinn orðið mjög
þykkur þar sem hann kom út úr þrengsl-
unum og hefur vegna þyngslanna grafist
niður úr því efni sem hlaupið hafði borið
fram og ýtt því á undan sér og til hliðar.
Auk þess bar jökullinn feikn af grjóti og
möl sem losnaði úr gljúfurveggjunum
þegar jökullinn fór þar í gegn. Úr þessu
efni mynduðust afar miklar jökulöldur
meðfram og framan við jökulinn, Kamb-
amir þrír. Ain sem þarna rann kom á
tímabili undan jöklinum austanverðum,
rétt við hraunið sem áður getur, og gróf
undan syðsta hluta hryggjarins sem
myndast hafði fram af gljúfri Vattarár.
Með tímanum ruddi jökullinn öflugri stíflu
29