Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 42
var þörf á nema tveimur orðum. í verkum
nokkurra manna má sjá að þeir reyndu af
fremsta megni að sporna við löngum
nöfnum. I því sambandi má geta bræðr-
anna Jean Bauhin (1541-1631) og Gasp-
ard Bauhin (1560-1624), Joseph Pitton
de Toumefort (1656-1708) og John Ray
(1628-1705). Meðal annars hefur því
verið fram haldið að þessir menn, einkum
hinn síðast nefndi, hafi lagt grunninn að
tvínafnakerfinu. Að vísu fær þetta hvergi
staðist ef það skilyrði er sett að tegundar-
nafnið sé undantekningalaust ættkvíslar-
heiti og viðumafn. Geta má þess einnig
að á öðrum og þriðja áratug þessarar
aldar héldu sumir dýrafræðingar því fram
að tvínöfnin væru nöfn á flokkunareining-
um á þá leið, að fyrra nafnið væri ætt-
kvíslin en hið síðara tegundin. Spunnust
um þetta talsverðar deilur og urðu margir
til þess að mótmæla þessum skilningi (sjá
m.a. Poche, 1927 í Entomologische Zeit-
schrift nr. 41).
Tvínafnakerfi Linnés hlaut fljótt al-
menna viðurkenningu meðal grasa- og
dýrafræðinga. Fljótlega fóru einstakir
menn að leggja til ýmsar breytingar og
síðar var farið að fjalla um tvínafnakerfið
á alþjóðaþingum. Dýrafræðingar urðu
fyrri til að samþykkja grundvallarreglur
sínar á árunum frá 1842 til 1845. Á
alþjóðaþingi í París 1867 samþykktu
grasafræðingar fyrsta nafngiftakerfið um
plöntur. Tvínafnakerfið hefur iðulega
síðan verið til umræðu á þingum náttúru-
fræðinga og hafa ýmsar breytingar verið
gerðar á því í tímans rás. Nú eru starfandi
alþjóðlegar nefndir sem sjá um að nafna-
reglum sé fylgt.
Þetta greinarkorn er orðið lengra en
ætlað var í fyrstu. Hér var aldrei ætlun að
ræða um tvínafnakerfið í smáatriðum,
heldur einungis að vekja athygli á því, að
tegundamafn er tvö heiti: ættkvíslarnafn
og viðurnafn. Von mín er að með þessari
ábendingu verði hvimleiður misskilningur
úr sögunni.
PÓSTFANG HÖFUNDAR
Agúst H. Bjarnason
Laugateigur 39
105 Reykjavík
36