Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 45
1. mynd. Vatnsnes, Vestur-Hópi. Talningarstaðir merktir með hring. Vatnsnes, NW-Iceland.
Observation sites are encircled.
látrum á Vatnsnesi, sýntlu fram á mikil
áhrif sjávarfalla á fjölda landsela (Erlingur
Hauksson 1985). Talning nú fór fram á
þeim tíma miðað við sjávarföll að í
flestum tilfellum getur staða þeirra ekki
skýrt breytingar á selafjölda á milli
talningardaga og talningarstaða. Einnig
var veðurfar í þessari könnun fremur
svipað talningardagana, svo áhrif þess á
niðurstöður talninga eru líklega hverfandi
(1. tafla). Skýringin á þessum mun á
fjölda landsela á talningarstað vor, sumar
og haust er því líklegast sú, eins og vikið
var að áður, að landselir safnast saman á
kæpingarstöðvarnar á sumrin en á aðra
staði vor og haust. Látrin í Sigríðar-
staðaósi eru líkast til ekki mikilvægar
kæpingarstöðvar, heldur nokkurs konar
hvíldarstöðvar vor og haust, þar sem
landselirnir safnast saman fyrir og eftir
kæpingu.
Þelta er þó ekki mögulegt að sannreyna
nema með því að merkja landseli og
fylgj ist með ferðum þeirra urn nesið, eða
setja á dýrin senditæki og kanna ferðir
þeirra þannig.
Víða erlendis hefur verið fylgst með
árstímabundnu atferli landsela og kemur
þar l'ram svipuð mynd og hér verður lýst
(Boulva og McLaren 1979, Brown og
Mate 1983, Thompson 1989, Thompson
o.il. 1989). Landselimir hópast saman á
39