Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 46
Fjöldi sela
Árstlmi
IH SIGRÍÐARSTAÐAÓS
U SELLAND
H HINDISVÍK
2. mynd. Fjöldi landsela í Hindisvík, Sigríðarstaðaósi og við Selland, Vatnsnesi, Vestur-Hópi,
eftir árstíma. Number ofcommon seals ("Phoca vitulina L.) in Hindisvík, in Sigríðarstaðaós and
on the shores of Selland, NW-Iceland, at different times of the year.
kæpingarstöðvamar rétt fyrir kæpingar-
tíma og hafast þar við yfír kæpinguna, á
meðan kópauppeldi fer fram og þar til
þeir hafa farið úr hárum og mökun er
lokið. Þá halda flestir selimir frá þessum
stöðum og hafast við nær fæðuöflunar-
svæðunum. Ymsir veðurfarslegir og
líffræðilegir þættir hafa áhrif á þetta.
Landselir við austurströnd Kanada liggja
ekki á þurru ef hitastig, leiðrétt með
vindkælingu, fer niður fyrir -15°C. Þar
forðast landselir svæði með lagnaðarís
(Boulva og McLaren 1979). Rannsóknir á
landselum við Bretlandseyjar, sem
radíósendar hafa verið festir við, hafa sýnt
að þeir nota mismunandi staði til að kæpa
á, til að liggja á þegar þeir fara úr hárum
og til að hvílast á eftir sjóferðir til
fæðuöflunar (Thompson 1989, Thompson
o.fl. 1989). Fastmótaðar ferðir landsela frá
kæpingarstöðvum að fæðuöllunarstað eftir
kæpingu, hárlos og mökun þekkjast
einnig frá austurströnd Bandaríkjanna
(Brown og Mate 1983). Við rannsóknir á
landselum (Phoca vitulina richardi) í
Kaliforníu kom einnig fram svipað
mynstur og hér er greint irá. A stöðum í
einungis 17 km fjarlægð hvor frá öðmm
breyttist selafjöldi í látrum mjög mis-
munandi eftir árstíma (Slater og Marko-
witz 1983).
Samkvæmt niðurstöðum þessara rann-
sókna er hentugast að telja landseli í
Hindisvík og við Selland að sumarlagi en
í Sigríðarstaðaósi að vori til eða á haustin.
Þá er gert ráð fyrir því að ábyggilegast sé
að telja seli þegar mest er af þeim í
látrum, í því skyni að fá sem besta
hugmynd um breytingar á ljölda þeirra á
milli ára. Það er svo opin spurning hvort
þeir selir sem hafast við í Sigríðarstaðaósi
vor og haust séu ekki sýnilegir annars
40