Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 48
Ritfregn
FERÐ ÁN ENDA. ÁGRIP AF
STJÖRNUFRÆÐI
Ari Trausti Guðmundsson
Isafoldarprentsmiðja 1992
Verð: 1950 kr. (pappírskilja)
Færa má rök að þvf að stjömufræðin sé
hentugasta greinin til að kynna raunvísindi á
aðlaðandi hátt. Kemur þar margt til en ekki
síst það að mörgum finnst næturhiminninn
spennandi og stjörnufræðin sveipuð meiri
vísindarómantík en aðrar greinar. Til skamms
tíma voru það einkum sólstjörnur, stjörnu-
þyrpingar, vetrarbrautir og önnur fjarlæg fyrir-
bæri sem heilluðu fólk. En síðustu tvo ára-
tugina hefur orðið gjörbreyting á þekkingu
manna á reikistjörnunum; þar hafa opnast
nýir, margbreytilegir heimar. Upplýsingar um
reikistjömur sólkerfisins eru því í dag ekki
síður spennandi fyrir áhugamenn um stjömu-
fræði en það sem utar liggur.
Talsvert hefur verið skrifað um stjörnufræði
á íslensku og skal hér getið nokkurra rita.
Vetrarbraut eftir Ásgeir Magnússon og
Himingeimurinn eftir Ágúst Bjamason komu
báðar út 1926. Hjörtur Halldórsson þýddi
bækurnar Heimurinn okkar (ísl. útgáfa 1957)
en þar er fjallað ítarlega um stjömugeiminn í
síðasta kaflanum, og Uppruni og eðli al-
heimsins (1951). Gísli Halldórsson samdi Til
framandi hnatta (1958), sem fjallar einkunt
um eldflaugar og geimferðir, en hann setti
reyndar einnig fram (einn íslendinga) tilgátu
í heimsfræði, Samdráttarheimar (1965). í
alfræðasafni AB komu út Könnun geimsins í
þýðingu Baldurs Jónssonar og Gísla Halldórs-
sonar (1966) og Reikistjörnurnar í þýðingu
Arnar Helgasonar (1967). Þá kom út orð-
skýringarsafnið Stjörnufrœði - Rímfrœði eftir
Þorstein Sæmundsson (1972) og þýddu
bækurnar Nœturhiminninn (þýðing Guðrún
Karlsdóttir, 1974) og Alheimurinn og jörðin
(þýðing Ari Trausti Guðmundsson, 1981).
Saga stjörnufræðinnar er að hluta rakin í
Heimsmynd á hverfanda hveli (tvö bindi eftir
Þorstein Vilhjálmsson, 1986 og 1987) og
upphaf alheims í Saga tímans (þýðing Guð-
mundur Arnlaugsson, 1990).
Engin þessara bóka er samin sem kennslu-
bók en kennsla hefur verið talsverð í stjörnu-
fræði í framhaldsskólum, einkum síðustu tvo
áratugina. Kennslubókin Stjörnufrœði, eftir
þann sem þetta ritar, kom út í tveimur bindum
(1981-1982). Að auki hafa margir kennarar
tekið saman kennslufjölrit en tæmandi yfirlit
yfir þau vantar og þeirra því ógetið hér.
Ferð án enda er ríkulega myndskreytt bók
með mörgum ljósmyndum og skýringarteikn-
ingum í lit. I inngangi gerir höfundur grein
fyrir því að hún sé hugsuð jöfnum höndum
sem yfirlitsrit um stjörnufræði fyrir almenning
og fyrir framhaldsskólanema. Hún gæti líka
nýst sem ítarefni í efri bekkjunt grunnskóla;
sonur minn 10 ára las kaflana um reiki-
stjörnurnar og hafði gaman af. Bókin er
þannig upp sett að höfundur fer með les-
andann í ferð um sólkerfið, síðan til næstu
sólstjama, þá út úr Vetrarbrautinni til fjar-
lægra vetrarbrauta, og loks aftur til jarðar.
Bókin skiptist í 15 kafla og henni fylgir
ítarleg atriðisorðaskrá. I fyrsta kaflanum eru
helstu grunnhugtök stjörnufræðinnar kynnt.
Þar eru skilgreind hugtök eins og sólstjama,
reikistjarna, himinhvel, stjörnuhnit, eigin-
hreyfing og sýndarhreyfing, frumefni, massi,
þrýstingur og þyngdarkraftur. Þá er rætt um
stjömumerkin, hvemig þau em hugsuð, fjar-
lægðarhugtök í stjömufræði, birtustig stjama
og hitastig, lit og ljósafl þeirra.
I öðrum kafla er fjallað um könnun geims-
ins og helstu viðburði geimferðasögunnar. Þar
er rætt um eldflaugar, geimför, geimstöðvar,
geimskutlur og gervitungl. í þriðja kafla er
gerð grein fyrir þekkingu manna á tunglinu og
rætt um tunglmyrkva, sólmyrkva og kvartila-
skipti tungls. í tjórða kafla er fjallað um
Venus, en þar hefur verulega bæst við þekk-
ingu manna nú allra síðustu árin (frá Mag-
Náttúrufræðingurinn 62 (1-2), bls. 42-44, 1993.
42