Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 49

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 49
ellan-áætluninni, 1990), og fimmti kafli gerir í stuttu máli grein fyrir Merkúr. Sjötti kafli lýsir sólinni og sá sjöundi halastjömum, loft- steinum og stjömuhröpum. 1 áttunda kafla er allítarleg lýsing á Mars og sagt frá smá- stirnabeltinu milli Mars og Júpíters í þeim níunda. Ytri reikistjörnunum, Júpíter, Satúm- usi, Úranusi, Neptúnusi og Plútó, er lýst í tíunda, ellefta og tólfta kafla og er lýsingin á Júpíter og tunglum hans ítarlegust. Þrettándi kafli Ijallar um gerð og þróun sólstjarna. Þar er lýst dæmigerðum æviferli sólstjörnu frá því hún fæðist og þar til hún deyr. Sólstjama myndast við samdrátt í geim- skýi en endalok hennar fara eftir massa. Massalitlar stjömur lifa lengi og kólna síðan smám saman; massamiklar lifa stutt og deyja í miklum hamförum (verða sprengistjömur). Enda þær líf sitt ýmist sem nifteindastjömur (tifstjörnur) eða svarthol. I fjórtánda kafla er gerð grein fyrir stjömuþyrpingum og geim- þokum innan okkar vetrarbrautar en í þeim fimmtánda rætt um aðrar vetrarbrautir, vetrar- brautaþyrpingar (sem eru stærstu einingar alheimsins), um dulstirni og um möguleika á lífi annars staðar en hér á jörðu. Loks er þar vikið að kenningunni um stórahvell sem er sú hugmynd um uppruna alheimsins sem flestir stjamfræðingar aöhyllast í dag. Skipta má efni bókarinnar í fjóra hluta. Fyrsti hlutinn, um grunnhugtök og könnun geimsins, er um sjöundi partur hennar. Annar hlutinn, unt sólkerfið, er um helmingur og þriðji hlutinn, um sólstjörnur, vetrarbrautir og alheiminn tæpur þriðjungur bókarinnar. Loks er fjórði hlutinn sem tekur yfir inngangskafla, efnisyfirlit og atriðisorðaskrá. Sólkerfið fær langmesta umfjöllun. Þar hafa orðið stórstígar framfarir í þekkingu sfðustu tvo áratugina. Reynsla er fyrir því að þelta efni höfðar mjög til unglinga í framhaldsskólum, en fyrir þá er þessi bók rneðal annars hugsuð. Engu að síður hefði verið æskilegt að fjalla ítarlegar unt ýmsa spennandi þætti í þriðja hlutanum, eink- um um svarthol, dulstimi og um heimsmynd stjörnufræðinnar. Einn vandinn við að setja saman yfirlitsverk af þessu tagi er að heimildir greinir á um ýmsa þætti. Verður þá að vega og rneta og bera saman áreiðanleik heimilda og reyna að gefa „meirihlutaniðurstöðu" um ágreinings- mál. Hvaða niðurstaða sem valin er er þó augljóst að samræmi verður að vera í tölum og upplýsingunt út bókina. Nokkra hnökra sem ég rakst á vil ég nefna hér svo að höfundur geti lagað þá í næstu prentun. Á bls. 32 í þriðju línu að ofan er orðunum „til skiptis" ofaukið. Á sömu blað- síðu (13. lína að ofan) hefur Bandaríska geim- ferðastofnunin orðið fleirtöluorð. í næstneðstu línu á bls. 34 segir að farartæki sem nær ljóshraða sé tvær ármilljónir til næstu vetrar- brautar. Fyrir utan áhrif tímaseinkunar (sbr. afstæðiskenninguna) er þessi staðhæfing mis- vísandi því í Grannhópnum eru margar vetrar- brautir, þar á meðal Magellanskýin, í nokkur hundruð þúsund ljósára fjarlægð, og tíminn sem tæki að fara til þeirra (án tillits til tímaseinkunar) því nokkur hundruð þúsund ár. Á bls. 36 (9. lína að ofan) vantar gráður þar sem rætt er um brautarhalla tunglsins. Mynda- texti við 15. mynd (bls. 38) hefur skolast til þannig að í stað efri og neðri mynd ætti að standa vinstri og hægri ntynd. Á 16. mynd hafa orðin vaxandi og minnkandi snúist við, en þau eru leiðrétt á ntiða sem fylgir bókinni. I 4. línu að neðan á bls. 40 er orðinu „yfirleitt" ofaukið. I 14. línu að neðan á bls. 43 hefur misritast 4,3 milljónum l'yrir 4,3 milljörðum. í 6. línu að neðan á bls. 52 stendur 60-70 þúsund en á að vera 30-35 þúsund Ijósára fjarlægð (sbr. bls. 122 og mynd 68), og á bls. 58 í efstu línu er 130 milljónir en á að vera 150 milljónir. Á bls. 69 er Fóbos tungl Mars sagt 14 km langt en þar mun vera átt við radíus þess; mesta þvermálið er 27 km. Orðið bast hefur misritast battst á bls. 76 (16. lína að ofan). Á bls. 91 eru tungl Satúmusar talin 17 en 18 á bls. 95. Á bls. 133 er rætt um að þótt aðeins ein pláneta með lífi fyndist í hveiri vetrarbraut væru lífheimar þúsundir eða milljónir. Þar sem áætlaður fjöldi vetrarbrauta er milljarðar (bls. 137) ætti hér að standa milljarðar lífheima. Á bls. 140 er talið að sýnilegi alheimurinn sé 100 milljarðar ljósára, en þar sem upphaf hans varð fyrir 15-20 milljörðum ára (bls.144) mætti álykta að stærð sýnilegs alheims takmarkaðist af því. Textinn er læsilegur og höfundur leggur sig fram um að gera efnið aðgengilegt lesand- anum. Yfirleitt notar höfundur þau fræðiheiti sem unnið hafa sér sess í málinu en nokkur eru hér notuð í annarri merkingu en ég á að venjast. Á bls. 41, 47, við 35. mynd og víðar 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.