Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 56
Si02 90%
MgÖ 10%
CaO 90% A1203 90%
MgO 10% MgO 10%
3. mynd. Efnasamsetningu glersins frá Haítí má í öllum höfuðatriðum tákna með kísli, magníum,
kalsíum og áli, eins og gert er í þessari mynd. í Ca0-Si02-Al203 kerfinu fellur Haítí-glerið
(fylltir hringir) á nokkuð beina línu, þar sem annað skautið (svart gler) fellur nálægt kísilhominu
en hitt skautið (gult gler) nálægt kalsíumhominu. Dreifingu glersins milli þessara skauta má
skýra sem einfalda blöndun kvikubráðar, sem hefur myndast við bráðnun meginlandsskorpu og
efnasets, aðallega gifs- og anhýdrítlaga. Innan þríhyrningsins em sýnd svæði hinna ýmsu
steintegunda sem kristallast við fallandi hita, en bráðin sem myndaði glerið frá Haítí var langt
fyrir ofan kristalmyndun, sennilega yfir 1300°C. Einnig er sýnd á myndinni efnasamsetning
tilraunaglers sem varð til við bræðslu á andesíti (meginlandsskorpa) og gifsi (Haraldur
Sigurdsson o.fl. 1991 b). Gott samræmi milli tilraunaglers og glersins frá Haítí styrkir kenninguna
um myndun glersins við árekstur smástirnis eða halastjörnu við meginlandsskorpu sem hulin
er af gifslögum.
Þessi samloka var svo brædd við ýmis
hitastig frá 1100 til 1400°C og snöggkæld
með því að láta deigluna falla ofan í vatn.
Um leið og ég skar í sundur fyrstu platínu-
deigluna kom í mig sami fíðringurinn og
þegar ég rak augun fyrst í glerkúlurnar.
Innan í deiglunni var pollur af svörtu
gleri, með lagi af gulu gleri ofan á sem
50