Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 57

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 57
einnig hafði blandast dálítið við það svarta. Efnagreiningar á tilraunaglerinu sýndu síðan að það er nær nákvæmlega eins og glerið frá Haítí (3. mynd). Tilraun- in hafði heppnast og kenningin stóðst. Þegar gifsset bráðnar í nánd við súra kviku rýkur megnið af brennisteininum brott en kalsíum verður eftir sem brennt kalk. Hluti þess kalsíums gengur í samband við súru kvikuna og myndar kaksíumríka bráð sem myndar svo gula glerið við snögga storknun. Þannig hverfur nær helmingur af uppgufunar- setinu upp í andrúmsloftið sem brenni- steinsgas, aðallega brennisteinsdíoxíð SO, við svo háan hita. Þetta er óhemjumagn, þar sem uppgufunarjarðlög geta verið rnargra kílómetra þykk. Okkur var fullljóst að þessar niðurstöður voru mikilvægar og var nú unnið af kappi í París við að semja næstu grein, sem var send til Nature í apnl 1991. GÍGURINN FUNDINN Þegar hér var komið sögu hafði ég nær eingöngu beint rannsóknunum inn á þá braut að hagnýta efnasamsetningu glersins sem hnoða að þeim jarðlögum sem loft- steinaáreksturinn hefði orðið við. Nú höfðum við nægilegar upplýsingar til að byrja að leita að líklegum gíg í jarð- skorpunni. Árið 1981 stungu tveir jarðeðlisfræðingar upp á að hringlaga myndun á norðurenda Yukatánskaga í Mexíkó væri risastór loftsteinagígur, um 180 km í þvermál (Penfield og Camargo 1981). Það sem vakti einkum áhuga minn á Chicxulubgígnum í Mexíkó, eins og hann er nú nefndur, var það að þar er eins til þriggja kílómetra þykkl lag af uppgufunarseti (anhýdrít- og gifsseti) ofan á meginlandsskorpu (4. mynd). Allt viríist benda til að glerið frá Haítí ætti uppruna að rekja til loftsteinaáreksturs við gifs- setlög og meginlandsskorpu á Yukatán- skaga í Mexíkó, með þeim afleiðingunr að mikið brennisteinský hefði umlukið jörðina. Andstaðan við þessa djörfu hugmynd var gífurleg. í þetta sinn tók það sex mánuði að fullvissa ritstjóra Nature og yfirlesara, áður en seinni greinin birtist í október 1991 (Haraldur Sigurdsson o.fl. 199 lb). ENN SNÚIÐ AFTUR TIL HAÍTÍ I millitíðinni fór ég til Haítí í ágúst 1991, með tveim félögum frá Rhode Island, til að kanna nánar glerlagið á mörkum krítar- og tertíertímabilanna og safna meira af bergi. Haítí er um 1800 km fyrir austan Yukatán, en þegar tekið er tillit til landreks við Karíbahaf síðustu 65 milljón ár er ljóst að afstaða Haítí til Yukatán var allt önnur þegar loft- steinaáreksturinn varð; Haítí var þá um 800 km fyrir suðaustan Yukatán (4. mynd). Þegar við komum til Haítí voru þar miklir ólgutímar. Skammt var liðið síðan herinn hafði steypt af stóli fyrstu lýðræðisstjórn landsins og rekið hinn vinsæla alþýðuprest og forseta Jean Bertrand Aristide úr landi. Allar ferðir okkar um þjóðvegi og tjöll voru rnjög erfiðar vegna mikillar tortryggni heima- manna í okkar garð, enda hafa þeir slæma reynslu af útlendingum, einkum þeim senr koma norðan frá Ameríku, en Banda- ríkjamenn gerðu innrás í Haítí árið 1916. Eitt helsta starfssvæði okkar var sveitin í kringum þorpið Belok, þar sem Jim Zachos hafði safnað glermolanum fræga, BE-04, vorið 1985. Strax og við byrjuðum að róta þar í jarðbörðum og vegköntum safnaðist að okkur hópur bænda sem létu ófriðlega, margir vopnaðir stórum og beittum sveðjum, og hurfum við frá hið snarasta. Eftir mikið stapp í ýmsum ráðuneytum í höfuðborginni snerum við aftur til Belok næsta dag, í þetta sinn í fylgd vopnaðs varðar, og gekk allt okkar starf sögulítið upp frá því (5. mynd). Okkur tókst að rekja glerlagið nokkurra kílómetra leið, áður en það hvarf í fellingum og misgengjum setlagastaflans. 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.