Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 59
5. mynd. í Belokhéraði á Haítí finnst um 50 til 100 cm þykkt glerkúlulag á mörkum krítar- og
tertíertímabilanna. Setlögin hér mynda fellingar en gula lagið á myndinni, bak við asnann, er
glerlagið. Ljósm. Haraldur Sigurðsson.
millimetra stærð lil jarðar innan 200 km
frá upptökum, jat'nvel í stærsta gosi jarðar,
Toba-gosinu á Súmötru fyrir 75 þúsund
árum. Dreifing glerkúlnanna er greinilega
háð öðrum kröftum og sennilega eru
„ballistic trajectories“, eða skotbrautir,
aðalþátturinn. Almennt er talið að bráðin
sem slettist upp úr loftsteinagíg sé háð
mjög sterkum kröftum sem varpa dropum
á skotbrautir á um 5 til 10 krn hraða á
sekúndu. Sumar kúlurnar nálgast því
hraða sem nægir til að sleppa út úr
þyngdarsviði jarðar (11 km/sek) og fljúga
því út í geiminn. Flestar eru þær þó á
skotbrautum í efri hluta gufuhvolfsins, þar
sem viðnám er lítið eða ekkert, og
stjómast því braut þeirra af skothorninu
og svo aðdráttarafli jarðar. Með því móti
geta allstórar kúlur borist þúsundir
kflómetra áður en þær lenda.
Miðeiningin í glerlaginu á Haítí er mjög
merkileg, þar sem glerkúlurnar eru hér
stærri og blandaðar seti. En lagið hefur
víxllaga lagskiptingu og inniheldur einnig
mola af kalkseti. Okkur þykir sennilegast
að þetta lag sé set eftir eðjustraum, eða
„turbidity cuiTent“, sem ef til vill hefur
komið langleiðina frá upptökum glersins,
það er að segja frá gígbarminum í um
800 til 1000 km fjarlægð. Þetta er í
samræmi við kenningar um eins konar
gjóskuflóö frá gígum af þessu tagi.
FREKARI MÆLINGAR
Aður en við fórum til Haítí höfðum við
fengið ýmsar upplýsingar um uppruna og
eðli glersins. Til dæmis höiðu bræðslu-
tilraunirnar sýnt að uppleysanleiki
brennisteins í gula glerinu er mjög háður
hita og gátum við beitt þeirri þekkingu til
að ákvarða storknunarhita glersins frá
Haítí, sem reyndist rúmlega 1300°C, eða
53