Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 61
o
in
% CaCO,
0 25 50 75 100
o
»nj
kalksteinn frá tertíer
iridíumrfkt leirlag
leir- og kalklög
eðjustraumaset með tektítum
og kalksteinsmolum
loftbomir tektítar
kalksteinn frá krít
7. mynd. Lagskipting í
glerkúlulaginu á Haítí.
Kalkmagn setsins er sýnt til
vinstri.
samsetning þeirra er hin sama (Haraldur
Sigurdsson o.fl. 1991). Líkurnar á að
upptök glersins og árekstrarmiðjuna sé að
ftnna í Chicxulub eru því yftrgnæfandi,
en hvað getum við þá sagt um loft-
steininn? Var þetta halastjama sem hefur
efnasamsetningu eins og drullugur
snjóbolti, eða var þetta kondrít-loftsteinn
sem hefur svipaða efnasamsetningu og
neðri möttull jarðar?
HALASTJARNA EÐA LOFTSTEINN
Það eru reyndar fjórir þættir sem geta
frætt okkur um stærð og gerð loftsteinsins:
þvermál Chicxulubgígsins, iridíumfrá-
vikið, umferð halastjama og loftsteina í
nágrenni jarðar og demantar. Vickery og
Melosh (1990) hafa beitt vitneskju um
magn og útbreiðslu iridíums á mörkum
krítar- og tertíertímabilanna til að reikna
út stærð loftsteinsins og þvermál gígs. Ef
við tökum venjulegan kondrít-loftstein,
með um 0,47 ppm iridíummagn, og
sópum saman öllu iridíum sem finnst á
allri jörðinni í jarðlögum frá mörkum
krítar og tertíers (um það bil 8xl0'8 kg/
m2) og hnoðum því aftur saman, má búa
lil úr því kondrít-loftstein sem er um fimm
til tíu kílómetrar í þvermál (8. mynd).
Loftsteinn af þessari stærðargráðu myndar
gíg sem er um 50 til 80 km í þvermál.
Dæmið er dálítið öðruvísi ef unr er að
ræða halastjörnu, því þar er innihald
iridíums um helmingi lægra. Iridíumlagið
á jörðinni nægir til að hnoða saman hala-
stjömu sem er urn 15 til 25 km í þvermál.
Halastjömur af þessari stærð geta myndað
gíg sem er um 100 til 200 km í þvermál,
en óvissan er aðallega fólgin í því hve
mikið iridíum tapast út í geiminn og hver
hraði halastjömunnar er fyrir áreksturinn
mikla, eins og myndin sýnir. Þessar
upplýsingar mynda ramma sem takmarkar
stærð loftsteinsins eða halastjörnunnar, en
ef við tökum Chicxulubgíginn inn í
dæmið þrengist ramminn mun meir. Eins
og áður er getið er Chicxulubgígurinn um
180 km í þvermál. Það er ljóst af 8. mynd
að gígur af þessarri stærð er allt of stór
fyrir loftsteinaárekstur og getur einungis
55