Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 63
1000
E 100.
9. mynd. Tíðni gígmyndunar
af völdum árekstra loftsteina
og halastjarna við jörðina.
Tíðnin er sýnd sem árekstrar
á 100 milljón árum. Eins og
fram kemur eru mestar líkur
til að stórir gígar, eins og
Chicxulubgígurinn í Mexíkó,
séu myndaðir af hala-
stjörnum (eftir Shoemaker
o.fl. 1990).
o
o
50 100
Þvermál gígs (km)
150
og fram kemur á 9. mynd eru smáir loft-
steinar langalgengastir en tiltölulega
meinlausir, en ef litið er á heildina og
tekið tillit til stærðar er umferð og gíga-
myndun af völdum halastjama sem skera
braul jarðar alvarlegt mál. í júlí 1770
skaust halastjarnan Lexell framhjá jörðu í
um 2,25 milljón km fjarlægð, eða sem
svarar 177-földu þvermáli jarðar. Það er
nær en nokkur halastjama hefur komið
síðan nákvæmar athuganir hófust. Þá var
halastjama og kóróna hennar að sjá sem
fimm sinnum stærri en tunglið að þver-
máli. Hugsanlegt er að halastjarna hafi
rekist á jörðu á okkar öld. Hinn 30. júní
1908 varð mikil sprenging í óbyggðum
Síberíu, í Tunguskahéraði. Svæðið er
svo afskekkt að það var ekki kannað
fyrr en 1927, en þá fannst auðn, um 30
km í þvermál, þar sem áður hafði vaxið
barrskógur. Talið er að hér hafi lítil
halastjarna hafi sprungið þegar hún
rakst á þéttari lög andrúmsloftsins, rétt
fyrir ol'an yfirborð jarðar. Þótt hala-
stjörnur séu sjaldgæfari en lol'tsteinar
eru þær yfirleitt stærri og þar af
leiðandi líklegri til að mynda stórgíga
og valda miklum usla, eins og fram
kemur á 9. mynd.
RISAEÐLUR í MÓÐUHARÐINDUM
En hverfum nú aftur að brenni-
steininum í glerinu frá Haítí og lítum á
hugsanleg áhrif sem dreifing þess í
andrúmsloftinu gæti haft á lífrfki í lok
krítartímans. í grein sem birtist nýlega
höfum við fjallað nokkuð ítarlega um
líklegt magn af brennisteinsgasi sem
leystist úr læðingi við árekstur þann sem
myndaði Chicxulubgíginn í Mexíkó og
glerið frá Haítí (Haraldur Sigurdsson o.fl.
1992). Ef tekið er tillit til þykktar gifs- og
anhýdrítslagsins umhverfis gíginn má
gera ráð fyrir að tíu til þrjátíu þúsund
rúmkílómetrar af efnaseti hafi gufað eða
kastast út úr gígnum. Ef gert er ráð fyrir
að um helmingurinn hafi verið gifs- og
anhýdrítsúlfat er magn af brennisteinsgasi
sem streymir út í andrúmsloftið gífurlegt.
Þar sem orkan er mikil er sennilegast að
gasið hafi borist strax upp í heiðhvolfið
sem SO,. Afdrif brennisteinsgassins eru
vel þekkt frá rannsóknum á brennisteins-
hjúp sem myndast í kjölfar mikilla
57