Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 64
10. mynd. Fyrsta
nærmynd sem tekin
hefur verið af loft-
steini úti í geimnum.
Þetta er loftsteinninn
951 Gaspra, sem er
um 20 km langur og
12 km á breidd.
Myndin er tekin úr
16.200 km fjarlægð
frá Galileo-gervi-
hnettinum, hinn 29.
október 1991. Á yfir-
borðinu má sjá marga
gíga. Gaspra er loft-
steinn af S-gerð, í
belti smástirna milli
reikistjarnanna Mars
og Júpíters. Myndin
er frá Jet Propulsion
Laboratory, NASA.
sprengigosa. Hér verður oxun, þar sem
brennisteinsgas gengur í samband við
hýdroxíð og peroxíð og myndar þannig
úða af nær hreinni brennisteinsýru. Ef
úðanum er dreift jafnt um allan hnöttinn
samsvarar það um einu til tveimur
grömmum á hvern fersentimetra af
yfirborði jarðar. í heiðhvolfinu hefur
brennisteinsúði eða -ar geysileg áhrif á
hitaorku sem berst frá sólinni og streymir
í gegnum lofthjúpinn. Brennisteinsúðinn
eykur endurkast varmageislunar út í
geiminn og einnig fer töluverður varmi í
að hita upp úðann í heiðhvolfinu. Brenni-
steinshjúpur sem er svipaður að magni og
við höfum áætlað hefur því mikil áhrif á
geislaorku og yfirborðshita jarðarinnar.
Þar við bætast áhrif bergryks sem myndast
við sprenginguna, en heildamiðurstaðan
er mikil kæling á yfirborði jarðar, eins og
sýnt er í tveimur dæmum á 11. mynd. Við
áætlum að brennisteinsúðinn á mörkum
krítar og tertíers sé að magni til tveimur
til þremur stærðargráðum (þ.e. eitt
hundrað til þúsund sinnum) meiri en
brennisteinsúðinn frá gosinu í Tambora-
eldfjalli á Indónesíu árið 1815, stærsta
sprengigosi sem sögur fara af. Tambora-
gosið hafði áhrif á loftslag um allan heim
og á austurströnd Bandaríkjanna varð til
dæmis vart við frost alla sumarmánuðina
árið eftir, sem lifir í sögunni sem „árið án
sumars".
Er þá nokkur fótur fyrir því að kólnað
hafí svo snögglega á mörkum krítar- og
tertíertímabilanna? Það er einkum tvennt
sem bendir til að svo hafi verið. I fyrsta
lagi sýna súrefnissanrsætur í ígulkerum,
58