Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 64

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 64
10. mynd. Fyrsta nærmynd sem tekin hefur verið af loft- steini úti í geimnum. Þetta er loftsteinninn 951 Gaspra, sem er um 20 km langur og 12 km á breidd. Myndin er tekin úr 16.200 km fjarlægð frá Galileo-gervi- hnettinum, hinn 29. október 1991. Á yfir- borðinu má sjá marga gíga. Gaspra er loft- steinn af S-gerð, í belti smástirna milli reikistjarnanna Mars og Júpíters. Myndin er frá Jet Propulsion Laboratory, NASA. sprengigosa. Hér verður oxun, þar sem brennisteinsgas gengur í samband við hýdroxíð og peroxíð og myndar þannig úða af nær hreinni brennisteinsýru. Ef úðanum er dreift jafnt um allan hnöttinn samsvarar það um einu til tveimur grömmum á hvern fersentimetra af yfirborði jarðar. í heiðhvolfinu hefur brennisteinsúði eða -ar geysileg áhrif á hitaorku sem berst frá sólinni og streymir í gegnum lofthjúpinn. Brennisteinsúðinn eykur endurkast varmageislunar út í geiminn og einnig fer töluverður varmi í að hita upp úðann í heiðhvolfinu. Brenni- steinshjúpur sem er svipaður að magni og við höfum áætlað hefur því mikil áhrif á geislaorku og yfirborðshita jarðarinnar. Þar við bætast áhrif bergryks sem myndast við sprenginguna, en heildamiðurstaðan er mikil kæling á yfirborði jarðar, eins og sýnt er í tveimur dæmum á 11. mynd. Við áætlum að brennisteinsúðinn á mörkum krítar og tertíers sé að magni til tveimur til þremur stærðargráðum (þ.e. eitt hundrað til þúsund sinnum) meiri en brennisteinsúðinn frá gosinu í Tambora- eldfjalli á Indónesíu árið 1815, stærsta sprengigosi sem sögur fara af. Tambora- gosið hafði áhrif á loftslag um allan heim og á austurströnd Bandaríkjanna varð til dæmis vart við frost alla sumarmánuðina árið eftir, sem lifir í sögunni sem „árið án sumars". Er þá nokkur fótur fyrir því að kólnað hafí svo snögglega á mörkum krítar- og tertíertímabilanna? Það er einkum tvennt sem bendir til að svo hafi verið. I fyrsta lagi sýna súrefnissanrsætur í ígulkerum, 58
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.