Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 70

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 70
Upplýsingamar eru skráðar í þessari röð: fundarstaður, dagur (eða tímabil), innan sviga kyn og aldur, sé það þekkt, einnig hvar fuglinn er varðveittur, ef honum hefur verið safnað. Þá er getið fmnanda eða heimildar ef fuglsins hefur áður verið getið á prenti (en í þeim til- fellum er finnanda sleppt). Ef fjallað hefur verið um ákveðna fugla í fleiri en einni heimild er aðeins getið þeirrar fyrstu, en annarra ef þar er að finna fyllri upp- lýsingar. Aldur er táknaður með ad (fullorðinn) eða imm (ungfugl). Þeir fuglar sem hafa náðst eru allir varðveittir á Náttúru- fræðistofnun íslands (RM, skrásetningar- númer fylgir) að einum undanskildum. Hamur af honum er varðveittur á Nátt- úrufræðistofnun Norðurlands en bein á Náttúrufræðistofnun íslands. KYNNING ÆTTBÁLKA OG TEG- UNDASKRÁ Hranaœttbálkur (Coraciiformes) Hranaættbálki er skipt í 4 undir- ættbálka, Alcedines, Meropes, Coracii og Bucerotes. Til þeirra heyra alls 10 ættir mjög sérkennilegra og sérhæfðra fugla sem langflesta er að finna í hitabeltinu. Þeir eru flestir mjög skrautlegir og glæsilegir, gjarnan með langt stél, topp eða stórt nef. Framtærnar þrjár eru oftast samvaxnar að einhverju leyti og vel aðlagaðar því að grípa utan um trjá- greinar. Til undirættbálks Alcedines heyra 3 ættir. Stærst þeirra og útbreiddust er þyrlaætt (Alcedinidae) með 93 tegundir um víða veröld, þó langflestar sé að finna í hitabelti Afríku og Asíu. Þyrlar eru sérkennilegir fuglar, litskrúðugir með voldugt nef. Þeir sitja á greinum sem vaxa út yfír vatnsfleti, fylgjast með ferðum fiska og veiða með því að stinga sér á kaf eftir þeim. Vekur oft furðu hve stóra bráð þeir ná að hemja. Pendlaætt (Momotidae) er bundin við hitabelti Ameríku. Af pendlum eru 9 tegundir skrautlegra fugla sem hafa nokkuð sterklegt nef með sagtenntum brúnum. Stélið er langt og miðfjaðrir þess tvær lengstar. Hjá sumum tegundum falla fanirnar af fjaðurstöfum löngu fjaðranna nema af endunum þar sem eftir standa einkennandi fanablöðkur. Verði pendill fyrir ónæði vingsar hann stélinu ótt og títt til hliðanna. í Stóru fuglabók Fjölva er ættin nefnd tannmeitlar og ein tegundanna kölluð pendill. Ég kýs frekar að nota heitið pendill yfir allar tegundir ættarinnar og kalla hana pendlaætt. Pendill er dregið af ofangreindu atferli fuglanna. Til toddaættar (Todidae) heyra 5 tegundir á Vestur-Indíum. Þeir eru skyldir pendlum og einnig nokkuð skyldir þyrlum. Toddar eru smávaxnir, stélstuttir og skrautlegir hnoðrar (toddi merkir m.a. skýhnoðri, er auk þess hljóðlíking við enska heitið Tody). Þeir eru fagurgrænir að ofan, gulir, hvítir og ljósrauðir á hliðum og kviði og með hárauða háls- kverk. Nefið er sérkennilegt, rautt, frekar langt og flatt. Hentar það einkar vel til að grípa fljúgandi skordýr. Til undirættbálksins Meropes heyrir aðeins ein ætt, þ.e. svelgjaætt (Mero- pidae). Af henni eru þekktar 24 tegundir, flestar í Afríku en nokkrar í Evrópu, Asíu, Nýju-Gíneu og Ástralíu. Svelgir eru flestir mjög litfagrir, með frekar Iangt, bogið, hliðflatt nef. Odddregnar miðfjaðrir stélsins skaga nokkuð langt aftur. Svelgir lifa einkum á býflugum, geitungum og skyldum gaddvespum. Þeir geta valdið býflugnabændum nokkrum búsiíjum. Undirættbálki Coracii er skipl í fimm fáliðaðar ættir sem allar er að finna í gamla heiminum. Hranaætt (Coraciidae) tilheyra 11 tegundir í Evrasíu og Afríku. Þeir eru krákulegir í sköpulagi, höfuðstórir og þrekvaxnir, oftast bláleitir með flekkjum af ýmsum öðrum litum. Stél er tiltölulega stutt en þó eru ystu stélfjaðrir 64
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.