Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 71

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 71
langar á sumum tegundum. Hranar sýna sérkennilega loftfimleika, en þeir láta sig gjaman falla í lofti og velta sér um leið. Af því er dregið enska heiti þeirra, Roller. Af feluhranaætt (Brachypteraciidae) eru 5 tegundir á Madagaskar. Þeir eru taldir hafa þróast út frá hrönum sem hafa borist til eyjarinnar í fyrndinni og eiga enn sitthvað sameiginlegt með þeim. Felu- hranar eru þéttvaxnir fuglar, höfuðstórir, með stór augu, sterklegt nef og stutta, snubbótta vængi. Litmynstur er breytilegt. Þeir eru lítið gefnir fyrir flug og halda sig mest á jörðu niðri en tylla sér þó stöku sinnum á lágar greinar. í gaukshranaætt (Leptosomatidae) er aðeins ein tegund, gaukshrani (Leplo- somus discolor). Hann lifir á Madagaskar eins og feluhranarnir en auk þess á Kómoreyjum. Hann er einnig talinn afsprengi hrana en hefur fjarlægst þá verulega. Gaukshrani er þrekvaxinn fugl, mjög höfuðstór, nefið sterklegt en fætur litlir. Á efra borði er hann blágrár með grænleitum eða koparrauðum gljáa, eftir því hvernig Ijós fellur á, en kviður og háls öskugrár. Fjaðrir við ofanverða nefrót vita fram og upp. Auk þess vottar fyrir hnakkatoppi. Til sigðaættar (Phoeniculidae) heyra 8 tegundir í Afríku sunnan Sahara. Sigðar eru mjóslegnir, stéllangir fuglar, svartir á lit, stundum með grænum, fjólubláum eða bláum gljáa. Þeir hafa mjótt og oftast mjög niðursveigt, sigðlaga nef og er íslenska heitið af því dregið. Til herfuglsættar (Upupidae) heyrir aðeins ein tegund, sem lifir í Evrasíu og Afríku. Það er hinn víðkunni herfugl (Upupa epops). Hann er einkar fallegur fugl, bleikur á búkinn, vængir og stél röndótt, þar sem skiptast á svartar og hvítar rendur, og með stóran, svartyddan fjaðrakamb á höfði. Nefið er langt, mjótt og niðursveigt. I undirættbálknum Bucerotes er aðeins ein ætt, homaætt (Bucerotidae), með 46 tegundum í hitabelti Afríku, Asíu og Ástralíu. Hornar eru taldir skyldastir herfugli en líkjast þó meir túkönum S- Ameríku, sem tilheyra spætuættbálki (sjá síðar). Þar er þó ekki um sameiginlegan uppruna að ræða heldur aðlögun að svipuðum lífsháttum. Homar eru á ýmsan hátt mjög sérstæðir fuglar. Þeir eru stórvaxnir, nefstórir og stéllangir, með breiða, snubbótta vængi og stutta en sterklega fætur. Það sem þó einkennir þá fyrst og fremst er að fyrstu tveir háls- liðimir eru samvaxnir og ofan á nefinu hafa þeir oftast stóran homhjálm sem þeir draga nafn sitt af. Hann er holur innan og breytilegur að stærð og lögun eftir tegundum. Tegundir af ættkvíslinni Tocus, svonefndir tókar, hafa þó ekki hom. Homar hafa einnig verið nefndir nashyrningsfuglar eða homnefir. Af þessum glæsilega ættbálki verpa aðeins 4 tegundir í Evrópu, bláþyrill (Alcedo atthis), býsvelgur (Merops apiaster), bláhrani (Coracias garrulus) og herfugl. Þrjár þeirra hafa borist til íslands. I N-Ameríku verpa einungis 3 tegundir þyrla, beltaþyrill (Ceryle alcyori), baug- þyrill (C. torquata) og grænþyrill (Chloroceryle americana), en ein þeirra hefur sést hér á landi. Beltaþyrill (Ceryle alcyori) Beltaþyrill (I. mynd) verpur í N- Ameríku, frá Alaska og Labrador og suður til Kalifomíu og Flórída. Fuglamir færa sig nokkuð suður á bóginn á vetuma og halda sig þá á sunnanverðu varpsvæðinu og allt suður til Panama. Tegundinni hefur ekki verið skipt í undirtegundir. Beltaþyrill er sjaldséður gestur austan Atlantsála. Árið 1845 sáust tveir fuglar á Irlandi en talið var að þeir hefðu verið fluttir þangað. Frá Asoreyjum er eitt þekkt tilvik (1899) og annað frá Hollandi sama ár, tvö frá Englandi (1908 og 1979) og fjögur frá írlandi (1978, 1980, 1984 og 1985) (Alexander og Fitter 1955, Dymond 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.