Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 77
6. mynd. Safaspæta verpur í Ameríku en hefur fundist þrisvar í Evrópu, þar af einu sinni á
íslandi. Yellow-bellied Sapsucker ("Sphyrapicus variusj. Ljósm. photo O.S. Pettingill/Cornell
Lab. of Ornithology.
mann o.fl. 1986, S0rensen og Jensen
1991). Hún er einnig sjaldséð á íslandi en
hér hefur hún sést 9 sinnum.
1. Útey íLaugardal, Árn, mánaðamót júlí/ágúst 1927
(RM6815). Bjami Sæmundsson (1929). Fundinn
dauður.
2. Laxárdalur í Þistilfirði, N-Þing, 23. september
1954 (RM4055). Marínó P. Eggertsson. Fundinn
dauður.
3. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 25. ágúst 1968 (karlf.
RM4056). Hálfdán Bjömsson. Fundinn nýdauður.
4. Stórhöfði, Vestm, 15. september 1968 (kvenf. imm
RM4057). Óskar J. Sigurðsson. Fundinn ný-
dauður.
5. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 29. september 1968
(RM7070). Hálfdán Björnsson. Fundinn dauður,
rytja.
6. Hnappavellir í Öræfum, A-Skaft, 4. september
1973. Hálfdán Bjömsson.
7. Sólheimatunga í Mýrdal, V-Skaft, 4. september
1973 (RM4058). Einar Jónsson.
8. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 4. september 1988
(RM10130). Gunnlaugur Pétursson o.fl. (1991).
9. Reykjavík (Fossvogur), 8. september 1988.
Gunnlaugur Pétursson o.fl. (1991).
Af þessum 9 fuglum fundust 5 dauðir.
Sá fyrsti fannst um mánaðamótin júlí/
ágúst 1927 en aðrir á tímabilinu 25. ágúst
til 25. september, að undanskilinni rytju
sem fannst 29. september. Flestir hafa
fundist snemma í september. Svo virðist
sem lleiri en ein gauktíta berist til landsins
þegar þær á annað borð koma, eins og
skráin hér á undan gefur til kynna. A
sama tíma og tvær gauktítur sáust í byrjun
september 1988 fannst dauð gauktíta í
Færeyjum, þ.e. 4. september (Sprensen og
Jensen 1991).
Safaspæta (Sphympicus varius)
Safaspæta (6. mynd) verpur í lauf-
skógum N-Amenku, í suðurhluta Kanada
og norðurhluta Bandaríkjanna. Henni
hefur ekki verið skipt í undirtegundir. A
veturna heldur hún sig í mið- og
suðurríkjum Bandaríkjanna og í Mið-
71