Náttúrufræðingurinn - 1993, Qupperneq 78
Ameríku. Fartími á haustin stendur yfir á
tímabilinu frá seinni hluta ágúst til loka
október en á vorin frá seinni hluta mars
og fram í miðjan maí.
Safaspæta hefur sést á Grænlandi en
þaðan eru mér kunn fjögur tilvik, tvö frá
miðri síðustu öld og vorfuglar frá árunum
1926 og 1934 (Salomonsen 1967). Hún
fannst fyrst austan Atlantsála á íslandi, en
fullar upplýsingar um það atvik hafa ekki
komist á prent fyrr en nú. Þó gat Hunt
(1979) þess að hún hefði sést á íslandi
þegar hann gerði grein fyrir annarri
safaspætunni sem fannst í Evrópu, þ.e. á
Bretlandi 26. september 1975. Sú þriðja
sást síðan á írlandi 16. október 1988
(Dymond o.fl. 1989, Rogers o.fl. 1989).
Islenska tilvikið er sem hér segir:
1. Fagurhólsmýri í Öræfum, A-Skaft, 5. júní 1961
(karlf. ad RM4059). Fundinn dauður, úldinn.
Hálfdán Bjömsson.
Fuglinn fannst dauður 5. júní og var
farinn að úldna. Hann hefur væntanlega
borist til landsins í maí. Hér er því um
vorfugl að ræða, eins og grænlensku
fuglamir sem sáust fyrr á þessari öld. Hins
vegar eru bresku fuglamir tveir haust-
fuglar.
Barrspæta (Dendrocopos major)
Barrspæta (7. mynd) er útbreidd um
alla Evrópu og austur um norðanverða
Asíu, allt til Kamtsjatka og Japans, í A-
Asíu allt suður fyrir Kína. Einnig verpur
hún í NV-Afríku. Undirtegundir eru
fjölmargar, m.a. 8 í Evrópu, en sumar
þeirra eru mjög staðbundnar. Þær
undirtegundir sem em næstar okkur em
major í Skandinavíu og austur í Síbiríu,
pinetorum í Mið-Evrópu og norður til
Danmerkur og anglicus á Bretlandi.
Barrspæta er staðfugl en fuglar í norð-
lægum barrskógum eiga það þó til að flýja
óhagstæð skilyrði. Við þannig aðstæður
má helst búast við því að barrspætur
flækist frá varpheimkynnunum. Tegundin
7. mynd. Barrspæta er fáséð á íslandi enda
yfirgefur hún ekki heimabyggð sína nema
mjög hart sé í ári. Great Spotted Woodpecker
(Dendrocopos major). Ljósm. photo J.
Dietrich/OKAPIA.
hefur sést í Færeyjum (Bloch og Sprensen
1984) og 5 sinnum á Islandi.
1. Halldórsstaðir í Laxárdal, S-Þing, 28.-30. septem-
ber 1953 (imm). William F. Pálsson.
2. Geirastaðir við Mývatn, S-Þing, 29.-30. september
1953 (imm RM4060). Skv. Kristjáni Geir-
mundssyni.
3. Krossgerði við Berufjörð, S-Múl, líklega sumar
1963 (karlf. ad RM4061). Skv. Ingimari Sveins-
syni. Nokkur óvissa ríkir um uppruna þessa fugls,
en Ingimar taldi helst að þetta væri fugl sem
Sigursteinn Magnússon hefði skotið við Kross-
gerði, sennilega 1963.
4. Bjarnastaðir í Öxarfirði, N-Þing, um 23. október
1968 (Náttúrufræðistofnun Norðurlands; bein
RM8411). Skv. Theódóri Gunnlaugssyni. Fundinn
dauður.
5. Kópasker, Presthólahr, N-Þing, miður nóVember
1972 (karlf. ad RM4062). Bjöm Jónsson.
72