Náttúrufræðingurinn - 1993, Qupperneq 84
Guðmundur Kjartansson hafði dregið upp
af síðustu hreyfingum ísaldarjöklanna á
Kili. Niðurstöður Skúla eru nýkomnar út
í Jökli (Ingibjörg Kaldal og Skúli
Víkingsson 1990).
STRANDLÍNUR Á KILI
Strandlínur á Kili eru víða og augljósar
næmu auga hvers jarðfræðings. Þorvaldur
Thoroddsen (1913) kom auga á eina af
lægstu strandlínunum á ferð sinni á Kili
1888 en efri strandlínunum var fyrst lýst
af Jóhannesi Áskelssyni (1942). Lang-
ítarlegast er þeim lýst af Guðmundi
Kjartanssyni (1964), eins og áður hefur
verið frá skýrt. Niðurstaða hans var að í
um 630 m y.s. væri strandlína jökul-
stíflaðs vatns sem hafði afrennsli norður
til Blöndu. Þessa strandlínu má sjá frá
Rauðafelli í Þverbrekkur. Lægri strand-
línur, sem sjást aðallega í Leggjabrjóti,
eru frá jökulstífluðum vötnum með
afrennsli til suðurs. Þetta afrennsli var
þannig, svo notuð séu orð Guðmundar:
„Ef til vill lyfti vatnið jöklinum, er hann
hafði þynnzt að vissu marki, og brauzt
fram undan honum í jökulhlaupum. Ef til
vill hafði það löngum afrennsli fram með
jaðri hans, þar sem hann lá upp að
austurhlíð Bláfells. Ef til vill var þetta sitt
á hvað.“ Allt er þetta í flestu satt og rétt,
samkvæmt niðurstöðum sem hér birtast,
en viðbætumar svara að einhverju leyti
þeim spurningum sem í niðurstöðum
Guðmundar felast.
Strandlínumar á Kili eru sýndar á 1.
mynd. Þær sjást best þar sem berggrunnur
er úr ungu móbergi og öldurnar hafa
grafið hök í bergið og myndað smáhjalla
neðan við. Sums staðar er þetta nánast
litabreyting í móbergsskriðunum sem
raðar sér í láréttar línur. Þessar strand-
línur eru í Leggjabrjóti, Hrefnubúðum,
Hrútfelli (2. mynd), Þverbrekkum og í
Kjalfelli. Önnur gerð ummerkja um hin
fomu lón eru óseyrar, efnismiklir hjallar
úr möl og sandi, vestan í Kerlingarfjöllum
og meðfram Jökulfallinu. Þriðja gerðin
eru strandlínur myndaðar í jökulruðning
á frekar llötu landi. Þessar strandlínur eru
oft ógreinilegar, því að litabreyting er lítil
á sandi og möl úr þeim og jökulruðn-
ingnum, auk þess sem þær eru ekki
áberandi sem landslag. Þær sjást þó í
Baldheiði og í Innri- og Fremri- Skúta.
Þessi gerð strandlína er sjálfsagt miklu
víðar þótt ekki hafi verið tekið eftir þeim.
Loks er að geta þess að norðurhluti þess
svæðis sem búast má við strandlínum á er
nú hulinn hraunum frá nútíma, hraun-
dyngjunni Kjalhrauni.
Mœlingar á strandlínum.
Mælingar á strandlínunum fóm fram
með homamælingu frá þekktum hæðum
á Fremri- og Innri-Skúta. Auk þess var
mælt frá Þverbrekkumúla og hæð þess
staðar mæld út frá Skútunum. Fjarlægðir
voru mældar á kortum. Nákvæmni í
þessum hæðarmælingum er af stærðar-
gráðunni ± 2 m. Leiðrétt var fyrir
jarðarbungu og Ijósbroti samkvæmt jöfnu
sem Gunnar Þorbergsson landmælinga-
maður hefur látið í té, en hún er: AH =
6,6 L1 2; hæðarleiðréttingin (AH) er í cm og
fjarlægðin (L) í km.
Kort f mælikvarða 1:20.000 eða
1:25.000 með 5 m hæðarlínubili eru til af
vesturhluta Kerlingarfjalla og af vatna-
skilum nærri Hveravöllum. Þessi kort má
nota til hæðarákvarðana með nákvæmni
hálfs hæðarlínubilsins, eða ± 2,5 m. Kort
í mælikvarða 1:50.000 til 1:100.000 eru
ekki nothæf til nákvæmari hæðar-
ákvörðunar en ± 10 m.
Sambandið milli mældra hæða eða
lesinna af korti annars vegar og hins vegar
vatnshæðar í lóninu sem strandfyrirbærin
eru mynduð við er ekki einhlítt. Mældu
1. mynd. Kort al' Kili sem sýnir mældar
strandlínur, jökulrákir og jökulgarða. Map
showing the Kjölur area with surveyed shore-
lines, glacial striae and terminal moraines.
78