Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 89
3. mynd. Flóðfarvegur við Blonduós. Myndin sýnir farveg flóða sem hafa grafið sig niður í
óseyrarnar sem mynduðust við jökuljaðarinn, sennilega á Búðastigi. Flóðin hafa lagt af sér
efnið á lægri hjöllunum, sem þorpið stendur á. Flood channels at Blönduós. The photograph
shows a flood channel cut into delta deposits formed at a glacier tenninus at the Búði stage.
The floods have deposited the material at the lower terrace, where the town is situated. Ljósm.
photo Oddur Sigurðsson.
teljast líklegt að hlaupin norður af hafi
verið með rennsli upp á tíu til þrjátíu
þúsund rúmmetra á sekúndu, sem er
svipað rennsli og í stærstu Skeiðar-
árhlaupum (Sigurður Þórarinsson 1974).
Yftr Bláfellsháls
Farvegir eftir hlaup yfir Bláfellsháls eru
á stóru svæði í sunnanverðum hálsinum
frá Geldingafelli og niður í farveg Grjótár
(4. og 5. mynd). Stórkostlegastir eru þeir
í Kórnum (6. mynd), sem eru þurr gljúfur
sem minna mjög á graftarfyrirbæri
hamfarahlaupanna í Jökulsá á Fjöllum.
Neðan Kórsins er Grjótárfarvegurinn
þakinn stórgrýtisdreif sent verður því fín-
gerðari sem neðar dregur og nær Hvítá.
Þessi dreif eða setfylling hverl'ur svo undir
önnur hlaupset í farvegi Hvítár. Athug-
unin á hlaupummerkjunum í farvegi
Grjótár neðan Kórsins gefur hugmynd um
stærð þessara hlaupa, með aðstöðu til að
reikna þau á sama hátt og hlaupin í
Blöndudal. Dýpi hlaupsins er þá talið frá
skolmörkum á jökulruðningi í suðurhlið
farvegarins. Samkvæmt því hefur hlaup
yl’ir Bláfellsháls verið af stærðargráðunni
20.000 m3/s, sem er í stærðarflokki stórra
Skeiðarárhlaupa.
Til Hvítár austan Bláfells
Hlaupin sem fóru austur fyrir Bláfell og
þar undir jökulinn eru örugglega stærstu
hlaupin og hin eiginlegu hamfarahlaup.
Hamfarahlaupafarvegirnir koma fram
austan undir Bláfelli við Miðver (4.
mynd). Nokkru innar með Bláfelli, eða
allt í Innstaver, eru greinilegir hlaupfar-
vegir við Hvítá og vestan hennar. Þótt þar
sé uni að ræða virðulega farvegi jafnast
83