Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 92
7. mynd. Uppkomustaður eins minnstu hlaupanna austan Bláfells. Hlaupfarvegurinn er skolaður
og grár að lit og sker sig úr umhverfinu. The oullet sitefor one of the smallest jökulhlaup east
of Bláfell. The flood channel is washed and grey in colour, and stands outfrom tlie surround-
ings. Ljósm. photo Haukur Tómasson.
þeir ekki á neinn hátt við hamfarahlaupa-
farvegina. Þar er um að ræða farvegi eftir
hlaupin við lægri vatnsstöður á Kili (sjá
7., 8. og 9. mynd).
Allt bendir til að hamfarahlaupin hafi
orðið nokkrum sinnum. Hjallar í Fremsta-
veri, sem sennilega eru flóðmörk, eru að
minnsta kosti í tveimur hæðum með um 3
m hæðarmun. Sennilegast er að seinna
hlaupið hafi verið rninna, en hafa verður
þó í huga að hæðarmunur getur stafað að
einhverju eða öllu leyti af greftri hlaup-
farvegarins í fyrra hlaupinu. A nokkrum
stöðum er landslag þannig að mann
grunar að það sé myndað í risastórum
hringiðum sem hafa verið uppkomustaðir
hlaupanna (8. mynd). Þetta er sýnt á 4.
mynd. Samkvæmt þessum ummerkjum
eru seinni hlaupin minni (7. mynd).
Fjarlægðin á milli þessara staða er um
800 m og er það væntanlega hörfun
jökulsins á tímanum sem liðið hefur milli
hlaupa. Hratt hörfandi jökulsporður hörfar
um að minnsta kosti 100 m á ári og gæti
því aldursmunur stærstu hlaupanna verið
allt að því áratugur. Ársrennsli Hvítár við
Bláfell er á vorum dögum tæpir 3 km3 og
nægir það til að fylla stærstu jökulstífluðu
vötnin á tæpum áratug. Það er því gott
samræmi hér á milli, þótl á þeim tíma
sem hér um ræðir hafi afrennsli sennilega
verið nokkru meira.
Farvegurinn frá Miðveri og niður undir
Fremstaver er yfirleitt um 1 km að breidd
en mjóstur 0,6 km. Lengd þessa kafla er
um 6 km. Mesta dýpi farvegarins er
20-30 m og meðaldýpi um eða yfir 10 m.
Flóðmörk byrja í um 360 m hæð efst en
eru niður undir Fremstaveri komin í 290
m hæð. Á þessu svæði er einna helst hægt
að reikna stærð hlaupanna og er niður-
staða reikninga á stærsta hlaupinu
86