Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 99
sléttu í seti frá hraunstífluðum vötnum
sem eru í nokkum veginn sömu hæð.
STÆRÐ HLAUPA
Þegar hefur verið minnst á hvemig
reikna má rennsli hlaupanna iit frá
hlaupfarvegum. Niðurstaða þeirra áætl-
ana er að hlaup norður af hafi náð
tugþúsunda rúmmetra rennsli á sek-
úndu, sennilegast 20.000-30.000 m2 3/s,
og að hlaup yfir Bláfellsháls haft verið
svipuð, ef til vill þó aðeins minni.
Hamfarahlaupin hafa reiknast í
hundruðum þúsunda rúmmetra á
sekúndu, sennilega um 300.000 fyrir
það stærsta en 20-30% minna það
næststærsta. Seinni hlaup að austan-
verðu hafa verið minni.
Þau atriði sem áhrif hafa á stærð
jökulhlaupa em aðallega eftirfarandi:
1) Vatnsmagn í jökulstíflaða lóninu
ofan þröskulds sem hleypur yfir.
2) Lengd farvegar undir jökli.
3) Fallhæð frá lóni að jökulsporði.
4) Hitastig í lóni.
Þrjú þessara atriða má áætla að
einhverju leyti út frá núverandi landslagi
og vissum atriðum sem benda til legu
jökuljaðars á mismunandi tímum. Þessi
atriði em einna helst útbreiðsla strandlína
í mismunandi hæð, jaðamrðir jökulsporða
og jaðareyrar. Einnig er brún Leggjabrjóts
ábending um legu jökuljaðars á vissu
skeiði. Hitastig í lónunum er ekki hægt að
áætla en það hefur sennilega vemleg áhrif
á flóðferil jökulhlaupa, á þann hátt að
hlauptoppur verður hærri ef hitastig í
lónum er yfir 0°C.
Á 15. mynd em rúmmálsferlar hlaup-
vatnsins miðað við mismunandi hlaup-
leiðir. í þessum rúmmálsreikningum er
reiknað með jökuljöðrum eins og að ofan
getur og núverandi landslagi nema þar
sem Kjalhraun er, að giskað er á hið foma
landslag. Hlaupþröskuldarnir eru á
þremur stöðum:
1) Við Þegjanda fyrir hlaupin norðuraf.
15. mynd. Línurit um rúmmál hlaupvatns.
Diagrams showing the volume of jökullilaups.
2) Á Bláfellshálsi fyrir hlaupin yfir
hann.
3) Nálægt núverandi Hvítárvatnsósi
fyrir hamfarahlaupin og önnur
hlaup austan Bláfells.
Fyrir síðastnefndu hlaupleiðina eru
teiknaðir tveir rúmmálsferlar, þar eð
reikna má með töluverðri hörfun jökulsins
á þeim tíma sem jökulhlaupin hlaupa
austan Bláfells.
Stærstu hlaupin norðuraf hafa verið að
heildarrúmmáli 4 km3. Til samanburðar
má geta þess að Skeiðarárhlaup mældust
um 3 km3 og voru áætluð um helmingi
stærri fyrr á öldinni (Sigurður Þórarins-
son 1974). Miðað við þetta magn hefur
hámarksrennsli í hlaupunum verið mjög
93