Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 100
2. tafla. Reynslusamband mældra stærða við hámarksrennsli. The apparent relation between
measured components and max. discharge.
Hlaup R Rúmmál km3 H Fallhæð m L Undir jökli km R-H/L Hámark mVs
Til norðurs 4 25 3 33 40.000
Bláfellsháls 6 30 8 22 20.000
Hamfarahlaup 28 230 12 495 300.000
Hamfarahlaup 21 205 11 390 225.000
mikið ef marka má ummerki í Blöndu-
dal sem benda til hlaupa allt að 40.000
m3/s. Hlaupleið undir jökli hefur verið
mjög stutt, varla yfir 3 km og jafnvel
töluvert styttri, og legið undir jökul-
sporð sem teygðist frá Langjökli í vestri.
Fallhæð er einnig lítil, eða aðeins rúmlega
25 m.
Stærstu hlaupin yftr Bláfellsháls hafa
verið nokkm stærri að heildarrúmmáli en
hlaupin norðuraf, eða um 6 km'. Hlaup-
leið undir jökli er aftur á móti lengri.
Gæti þar munað allt að helmingi en
fallhæðin er svipuð, í kringum 25-30
m. Hámarksrennsli virðist hafa verið
allt að helmingi minna en norðuraf, eða
um 20.000 m3/s.
Stærsta hamfarahlaupið hefur verið
að heildarrúmmáli 28 km3 og það næsta
21 km3. Hlaupleið undir jökli hefur
verið á annan tug kílómetra, sennilegast
12-15 km. Fallhæðin hefur verið um
230 m fyrir fyrsta hamfarahlaupið og
um 200 m fyrir það næsta. Há-
marksrennsli í fyrsta hamfarahlaupinu
áætlast um 300.000 mVs og fyrir það
næsta er áætlað yftr 200.000 mVs.
Eins og áður sagði eru þrjú atriði
mælanleg á vorum dögum sem áhrif hafa
á hámarksrennsli hlaupa. Þessi atriði eru:
1) heildarrúmmál; 2) fallhæð; 3) lengd
hlaupfarvegar undir jökli. Fyrstu tvö
atriðin knýja hlaupið en þriðja atriðið
stendur á móti. Einfaldasta samband
þessara stærða er að margfalda saman
atriðin sem knýja hlaupin og deila í með
því sem stendur á móti. Þetta er gert í 2.
töflu.
Eins og taflan ber með sér virðist
vera samband á milli þessara stærða og
hámarksrennslis eins og það er metið út
frá flóðmörkum. Að sjálfsögðu er þetta
ónákvæmt, sérstaklega matið á lengd
hlaupfarvegar undir jökli. Engu að
síður er freistandi að nota þetta til mats
á stærð annarra hlaupa. Litið hefur
verið á þetta samband fyrir mæld og
áætluð jökulhlaup á síðustu áratugum.
Samkvæmt því gildir fyrir mörg þeirra
eftirfarandi samband þessara stærða:
HQ = 3,5 R 13 H ° V L '*
í 3. töflu eru reikningar fyrir flestar
mældu strandlínumar og er reiknað há-
marksrennsli samkvæmt ofanritaðri
jöfnu.
Þessar niðurstöður, þótt ónákvæmar
séu, má nota til þess að ineta gróflega
stærðarhlutföll hlaupa. Samkvæmt þessu
eru hamfarahlaupin með hámarksrennsli
yfir 100.000 mVs að minnsta kosti þrjú
eða fjögur og öll hlaupin austan Bláfells
hafa verið mjög stór.
94