Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 106
1. mynd. Frá búðum Grip-leiðangursins á Grænlandsjökli 1992. Ljósm. Sigfús J. Johnsen.
atómmassann 17 og einnig svolítið með
atómmassann 18. Eins er með vetni, það
getur verið misþungt. Langalgengasta
atómþyngd þess er 1 en þyngra vetni er
einnig til, bæði tvívetni sem hefur atóm-
massann 2 og þrívetni sem hefur atóm-
massann 3. Þannig geta atóm sama frum-
efnis verið mismunandi að þyngd. Hina
mismunandi þyngdarflokka sama frum-
efnis köllum við samsætur. Þannig eru til
þrjár samsætur af súrefni, þ.e.a.s. með
atómmassa 16, 17 eða 18.
Vatn er búið til úr bæði súrefni og vetni
og með því að mæla hlutfallslegan styrk
samsætna þess erum við í raun að mæla
þyngd viðkomandi vatnssýnis. Þyngd
vatns er mæld í sérstöku tæki sem heitir
massagreinir. Arið 1984 var íslensku
þjóðinni færður massagreinir að gjöf af
Alþjóðlegu kjarnorkumálastofnuninni í
Vín. Þetta rannsóknatæki, sem er eitt af
dýrustu rannsóknatækjum landsins, er
staðsett og starfrækt á Raunvísindastofnun
Háskólans.
Fyrri rannsóknir hafa sýnt að náttúru-
legt vatn hefur töluvert breytilega þyngd.
Hvað úrkomu varðar hafa menn fundið
að:
a) Regnvatn er léttara á háum
breiddargráðum en á lágum, þ.e. það
léttist eftir því sem nær dregur heim-
skautunum.
b) Regnvatn léttist frá ströndum og inn
til miðju landa - þannig er úrkoma t.d.
mun þyngri í Reykjavík en úrkoma sem
fellur innar á landið.
c) Þyngd regnvatns eykst með hita,
þannig að sumarúrkoman er þyngri en
vetrarúrkoma á sama stað. Vegna þessa er
hægt að greina árstíðirnar í ískjömum úr
jökli.
d) Regnvatnið léttist eftir því sem ofar
dregur - það er því þyngra á láglendi en
á hálendi.
100