Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 115
Sigurbjörn Einarsson
Tárasveppur getur valdið fúa
í viðarklæðningum húsa
Þeir sem eiga hag sinn undir endingu
viðar, s.s. húseigendur, verða oft klumsa
þegar þeir uppgötva að tréverk utandyra,
eins og veggklæðning eða grindverk, er
tekið að fúna. Hinn eyðandi máttur tímans
verður ekki umflúinn og hollara er að
sættast við hann. Otímabær fúi í tréverki,
sem kostað hefur fé og fyrirhöfn, verður
ekki tekinn í sátt án skýringa á hvað
honum veldur.
SVEPPIR
Fúa í viði veldur hópur sveppa sem
venjulega eru nefndir fúasveppir. Þeir eru
grein af meiði sveppa, sem er stór liluti af
þeini smásæja lífheimi sem er nálægur
nánast hvar sem borið er niður í um-
hverfinu. Þeir eru æði fjölbreyttir, eins og
álykta má út frá hvemig þeir birtast okkur
í daglegu lífi, sem matvara í verslunum,
ntygla á brauði eða óværa í tákrikum.
Það sem sveppum er sameiginlegt, að
gersveppum undanskildum, er að frumu-
bygging þeirra er þráðlaga. Margar saman
mynda þessar frumur þræði sem greinast
og fléttast saman og mynda með því móti
myglu. Hún er oft sýnileg á yfirborði þess
efnis sem þeir nærast á. Oftar kafa
mygluþræðimir um efnið og em þá ekki
sýnilegir. Sveppimir mynda tíðum aldin
er mynda gró á yfirborði vaxtarefnisins.
Þau líffæri eru jafnan sýnileg og eru í
hugum margra það sem í daglegu tali er
átt við með hugtakinu sveppir.
FUASVEPPIR
Mygluþræðir fúasveppanna fléttast um
viðinn og brjóta hann niður í frum-
einingar sínar sem þeir síðan nærast á.
Fyrir þeim sem nytjar viðinn er þessi
náttúra fúasveppanna til ills. Aftur á móti,
út frá vistfræðilegu sjónarmiði, er niður-
brotsafl fúasveppanna mikilvægt mótvægi
við sköpunarmátt ljóstillífunarinnar.
Á heildina litið geta fúasveppir lifað
við margbreytileg skilyrði hvað varðar
raka- og hitastig í viðnum og á hann sér
því ekki margar undankomuleiðir frá
eyðingarmætti fúasveppanna. Almennt
ntá þó fullyrða að raki yfir ákveðnum
mörkum (u.þ.b. 20%) sé nauðsynlegur til
að fúasveppir geti dregið fram lífið. Ef
rakinn er að jafnaði neðan við þau mörk
er því varnað að viðurinn verði fúa-
sveppum að bráð. í tréverki úti undir
berum himni reynist oft erfitt að halda
rakanum undir þessum mörkum. Til að
stuðla að því er yfirborðið málað eða borið
vatnsfráhrindandi efnum. Oft er eitur-
efnum blandað í málninguna sem ætlað
er að hefta vöxt fúasveppanna. Eilur-
efnunum er stundum þrýst inn í viðinn og
þá gætir eituráhrifanna lengi.
TÁRASVEPPUR
Einn af þeim fúasveppum sem vaxa
talsvert á viðarklæðningum utandyra, sem
ekki hefur verið vel við haldið, er
tárasveppur (Dacrymyces stillatus). í
Náttúrufræðingurinn 62 (1-2), bls. 109-111, 1993.
109