Fréttablaðið - 13.06.2009, Page 8

Fréttablaðið - 13.06.2009, Page 8
8 13. júní 2009 LAUGARDAGUR 1. Hver verður líklega settur ríkissaksóknari í málefnum er varða bankahrunið? 2. Hvað heitir bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópa- vogi? 3. Fyrir hversu háa upphæð var C. Ronaldo seldur til Real Madrid? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 62 FR IGG K E EN NEWPORT H2 K E EN CORONADO Léttur fl ísfatnaður úr Polartec® Power Stretch®, efni sem teygist á fjóra vegu og heldur vægum hita á líkamanum. Fæst líka í svörtu. Flottir barnasandalar með táavörn, frönskum rennilás og mjög góðu gripi. Fæst líka í appelsínugulu. Barna strigaskór með góðum sóla. Með kaupum á Coronado skónum styrkir þú National Wildlife Federation sem vinnur að verndun dýralífs í heiminum. bolur og buxur barnasandalar barna strigaskór Verð bolur: 7.800 kr. Verð buxur: 6.800 kr. Verð: 6.200 kr. Verð: 6.500 kr. Njóttu góðrar máltíðar með vinum og vanda- mönnum með SS grill- kjöti. Ljúffengur krydd- lögurinn dregur fram það besta í kjötinu og vel grillað kjöt laðar fram brosið á fólkinu þínu. Grillkjötið frá SS – fyrir sérstakar stundir. Grill, gleði og samvera www.ss.is UMHVERFISMÁL Íbúar í nágrenni sorpurðunarstaðar Sorpstöðvar Suðurlands í landi Kirkjuferju- hjáleigu hafa hafið undirskrifta- söfnun gegn framlengingu starfs- leyfis stöðvarinnar á umræddu svæði. Undirskriftirnar verða sendar Umhverfisstofnun. Nú liggur fyrir tillaga að starfs- leyfi fyrir sorpstöðina. Hún gerir ráð fyrir að leyfi verði veitt til urð- unar á sorpi í Kirkjuferjuhjáleigu næstu sextán árin. Magnið sem urða má á ári er 30 þúsund tonn og því væri verið með samþykkt til- lögunnar að veita heimild til urð- unar á 480 þúsund tonnum sorps. „Við íbúar í næsta nágrenni Sorpstöðvar Suðurlands mót- mælum harðlega því að veitt sé starfsleyfi til lengri tíma en til 01.12.2009 og þeim yfirgangi gagn- vart okkur sem felst í tillögunni“, segir meðal annars í athugasemd- um íbúanna, en 1. desember næst- komandi rennur leyfið út. Íbúarnir benda á að sorpstöð- in hafi margbrotið gildandi deili- skipulag frá 1993. „Engin hæðamörk deiliskipu- lagsins hafa verið virt og ljóst er að það magn sorps sem þegar er komið á svæðið er langt umfram það sem skipulagið gerir ráð fyrir …“ Þá minna íbúarnir á nálægð sorpstöðvarinnar við laxveiðiá, blómleg landbúnaðarhéruð, úti- vistarparadís og þéttbýli og áhrif hugsanlegrar mengunar þar á. Loks benda þeir á að úrskurð- arnefnd skipulags- og byggingar- mála hafi kveðið á um að óheimilt sé að breyta skipulagi svæðisins þar sem þar hafi verið framkvæmt í ósamræmi við skipulag, fyrr en hin ólöglega bygging, eða bygging- arhluti, hafi verið fjarlægð, jarð- rask afmáð og starfsemi hætt. Ólafur Áki Ragnarsson, sveit- arstjóri í sveitarfélaginu Ölfusi, segir að áætlanir hefðu verið uppi um að Vesturland, höfuðborgar- svæðið, Reykjanes og Suðurland yrðu saman í einu sorpsamlagi. Komið yrði á fót flokkunar- og umhleðslustöð sorps á Suðurlandi. Þessi áætlun væri nú úr mynd- inni þar sem tillaga þar um hefði nýverið verið felld á aukaaðalfundi í Sorpstöð Suðurlands. Hins vegar hefði á fundinum verið ákveðið að stofna starfshóp sem yrði skipaður fulltrúa hvers aðildarfélags Sorpstöðvar Suður- lands. Hann skuli leita staðsetn- ingar fyrir nýjan urðunarstað í stað Kirkjuferjuhjáleigu. „Eftir að mál hafa skipast svona þarf að finna nýjan urðunarstað,“ segir Ólafur Áki. „Kirkjuferjuhjá- leiga er ekki inni í myndinni því ég tel að ekki sé pólitískur vilji fyrir því.“ jss@frettabladid.is KIRKJUFERJUHJÁLEIGA Þetta er meðal þess sem íbúar í nágrenni sorpurðunarstaðar- ins í Kirkjuferjuhjáleigu vilja losna við úr umhverfinu. Undirskriftir gegn sorpi á Suðurlandi Íbúar í nágrenni sorpurðunarstaðarins í landi Kirkjuferjuhjáleigu safna nú undirskriftum gegn endurnýjuðu starfsleyfi Sorpstöðvar Suðurlands á svæðinu. Starfshópur mun fljótlega hefja leit að öðrum stað til að urða sorp á. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki PAKISTAN, AP Tvær sjálfsmorðs - árásir voru gerðar í Pakistan í gær, önnur á mosku og hin á trú- arlegan skóla. Að minnsta kosti níu létu lífið og yfir 100 særðust í árásunum. Sjálfsmorðsárásir hafa verið mjög algengar í land- inu undanfarið og hafa yfir 100 manns látist í slíkum árásum á síðustu tveimur vikum. Einn helsti andstæðingur talibana úr röðum klerka, Sar- fraz Naeemi, lét lífið í annarri árásinni, sem virðist hafa verið beint að honum. Honum hafði margsinnis verið hótað lífláti eftir að hann sagði sjálfsmorðs- árásir ekki samræmast íslam. - þeb Sjálfsmorðsárásir í Pakistan: Yfir 100 látnir á tveimur vikum EFNAHAGSMÁL „Við höfum hagað okkar málum á sama hátt og við höfum alltaf gert,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmda- stjóri samskiptasviðs Alcan á Íslandi. Í forsíðufrétt Fréttablaðs- ins í gær kom fram að Fjármála- eftirlitið (FME) ætli að rannsaka álfyrirtækin sérstaklega til að kanna hvort þau hafi á einhvern hátt brotið lög um gjaldeyrisvið- skipti. Ólafur neitar því alfarið að Alcan hafi á einhvern hátt farið framhjá þeim gjaldeyrishöftum sem sett voru í vetur. Hann segir einnig að Alcan hafi fengið staðfestingu frá Seðlabanka Íslands í janúar síðastliðinn um að þeirra viðskipti séu eftir settum reglum. Ágúst Hafberg, framkvæmda- stjóri samskipta hjá Norðuráli, tekur í sama streng. Hann segir fyrirtækið hafa haldið sig í sama farvegi og engin stórbreyting hafi orðið á þeirra viðskiptaháttum. Ágúst segir einnig að fulltrúar Norðuráls hafi fundað með Seðla- bankanum rétt fyrir áramót þar sem þeir hafi fengið leiðbeining- ar um hvernig þeir eigi að haga sínum gjaldeyrisviðskiptum. Hvorki Ágúst né Ólafur hafa heyrt um fyrirhugaða rannsókn FME. Þess ber að geta að öll álfyr- irtæki á Íslandi eru undanþegin nýlegum reglum um gjaldeyris- viðskipti. - bþa Samskiptafulltrúar Norðuráls og Alcan kannast ekki við fyrirhugaða rannsókn: Fara eftir settum reglum ÁLFRAMLEIÐSLA FME stefnir að rann- sókn um gjaldeyrisviðskipti álfyrirtækja hérlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.