Fréttablaðið - 13.06.2009, Síða 8

Fréttablaðið - 13.06.2009, Síða 8
8 13. júní 2009 LAUGARDAGUR 1. Hver verður líklega settur ríkissaksóknari í málefnum er varða bankahrunið? 2. Hvað heitir bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópa- vogi? 3. Fyrir hversu háa upphæð var C. Ronaldo seldur til Real Madrid? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 62 FR IGG K E EN NEWPORT H2 K E EN CORONADO Léttur fl ísfatnaður úr Polartec® Power Stretch®, efni sem teygist á fjóra vegu og heldur vægum hita á líkamanum. Fæst líka í svörtu. Flottir barnasandalar með táavörn, frönskum rennilás og mjög góðu gripi. Fæst líka í appelsínugulu. Barna strigaskór með góðum sóla. Með kaupum á Coronado skónum styrkir þú National Wildlife Federation sem vinnur að verndun dýralífs í heiminum. bolur og buxur barnasandalar barna strigaskór Verð bolur: 7.800 kr. Verð buxur: 6.800 kr. Verð: 6.200 kr. Verð: 6.500 kr. Njóttu góðrar máltíðar með vinum og vanda- mönnum með SS grill- kjöti. Ljúffengur krydd- lögurinn dregur fram það besta í kjötinu og vel grillað kjöt laðar fram brosið á fólkinu þínu. Grillkjötið frá SS – fyrir sérstakar stundir. Grill, gleði og samvera www.ss.is UMHVERFISMÁL Íbúar í nágrenni sorpurðunarstaðar Sorpstöðvar Suðurlands í landi Kirkjuferju- hjáleigu hafa hafið undirskrifta- söfnun gegn framlengingu starfs- leyfis stöðvarinnar á umræddu svæði. Undirskriftirnar verða sendar Umhverfisstofnun. Nú liggur fyrir tillaga að starfs- leyfi fyrir sorpstöðina. Hún gerir ráð fyrir að leyfi verði veitt til urð- unar á sorpi í Kirkjuferjuhjáleigu næstu sextán árin. Magnið sem urða má á ári er 30 þúsund tonn og því væri verið með samþykkt til- lögunnar að veita heimild til urð- unar á 480 þúsund tonnum sorps. „Við íbúar í næsta nágrenni Sorpstöðvar Suðurlands mót- mælum harðlega því að veitt sé starfsleyfi til lengri tíma en til 01.12.2009 og þeim yfirgangi gagn- vart okkur sem felst í tillögunni“, segir meðal annars í athugasemd- um íbúanna, en 1. desember næst- komandi rennur leyfið út. Íbúarnir benda á að sorpstöð- in hafi margbrotið gildandi deili- skipulag frá 1993. „Engin hæðamörk deiliskipu- lagsins hafa verið virt og ljóst er að það magn sorps sem þegar er komið á svæðið er langt umfram það sem skipulagið gerir ráð fyrir …“ Þá minna íbúarnir á nálægð sorpstöðvarinnar við laxveiðiá, blómleg landbúnaðarhéruð, úti- vistarparadís og þéttbýli og áhrif hugsanlegrar mengunar þar á. Loks benda þeir á að úrskurð- arnefnd skipulags- og byggingar- mála hafi kveðið á um að óheimilt sé að breyta skipulagi svæðisins þar sem þar hafi verið framkvæmt í ósamræmi við skipulag, fyrr en hin ólöglega bygging, eða bygging- arhluti, hafi verið fjarlægð, jarð- rask afmáð og starfsemi hætt. Ólafur Áki Ragnarsson, sveit- arstjóri í sveitarfélaginu Ölfusi, segir að áætlanir hefðu verið uppi um að Vesturland, höfuðborgar- svæðið, Reykjanes og Suðurland yrðu saman í einu sorpsamlagi. Komið yrði á fót flokkunar- og umhleðslustöð sorps á Suðurlandi. Þessi áætlun væri nú úr mynd- inni þar sem tillaga þar um hefði nýverið verið felld á aukaaðalfundi í Sorpstöð Suðurlands. Hins vegar hefði á fundinum verið ákveðið að stofna starfshóp sem yrði skipaður fulltrúa hvers aðildarfélags Sorpstöðvar Suður- lands. Hann skuli leita staðsetn- ingar fyrir nýjan urðunarstað í stað Kirkjuferjuhjáleigu. „Eftir að mál hafa skipast svona þarf að finna nýjan urðunarstað,“ segir Ólafur Áki. „Kirkjuferjuhjá- leiga er ekki inni í myndinni því ég tel að ekki sé pólitískur vilji fyrir því.“ jss@frettabladid.is KIRKJUFERJUHJÁLEIGA Þetta er meðal þess sem íbúar í nágrenni sorpurðunarstaðar- ins í Kirkjuferjuhjáleigu vilja losna við úr umhverfinu. Undirskriftir gegn sorpi á Suðurlandi Íbúar í nágrenni sorpurðunarstaðarins í landi Kirkjuferjuhjáleigu safna nú undirskriftum gegn endurnýjuðu starfsleyfi Sorpstöðvar Suðurlands á svæðinu. Starfshópur mun fljótlega hefja leit að öðrum stað til að urða sorp á. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki PAKISTAN, AP Tvær sjálfsmorðs - árásir voru gerðar í Pakistan í gær, önnur á mosku og hin á trú- arlegan skóla. Að minnsta kosti níu létu lífið og yfir 100 særðust í árásunum. Sjálfsmorðsárásir hafa verið mjög algengar í land- inu undanfarið og hafa yfir 100 manns látist í slíkum árásum á síðustu tveimur vikum. Einn helsti andstæðingur talibana úr röðum klerka, Sar- fraz Naeemi, lét lífið í annarri árásinni, sem virðist hafa verið beint að honum. Honum hafði margsinnis verið hótað lífláti eftir að hann sagði sjálfsmorðs- árásir ekki samræmast íslam. - þeb Sjálfsmorðsárásir í Pakistan: Yfir 100 látnir á tveimur vikum EFNAHAGSMÁL „Við höfum hagað okkar málum á sama hátt og við höfum alltaf gert,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmda- stjóri samskiptasviðs Alcan á Íslandi. Í forsíðufrétt Fréttablaðs- ins í gær kom fram að Fjármála- eftirlitið (FME) ætli að rannsaka álfyrirtækin sérstaklega til að kanna hvort þau hafi á einhvern hátt brotið lög um gjaldeyrisvið- skipti. Ólafur neitar því alfarið að Alcan hafi á einhvern hátt farið framhjá þeim gjaldeyrishöftum sem sett voru í vetur. Hann segir einnig að Alcan hafi fengið staðfestingu frá Seðlabanka Íslands í janúar síðastliðinn um að þeirra viðskipti séu eftir settum reglum. Ágúst Hafberg, framkvæmda- stjóri samskipta hjá Norðuráli, tekur í sama streng. Hann segir fyrirtækið hafa haldið sig í sama farvegi og engin stórbreyting hafi orðið á þeirra viðskiptaháttum. Ágúst segir einnig að fulltrúar Norðuráls hafi fundað með Seðla- bankanum rétt fyrir áramót þar sem þeir hafi fengið leiðbeining- ar um hvernig þeir eigi að haga sínum gjaldeyrisviðskiptum. Hvorki Ágúst né Ólafur hafa heyrt um fyrirhugaða rannsókn FME. Þess ber að geta að öll álfyr- irtæki á Íslandi eru undanþegin nýlegum reglum um gjaldeyris- viðskipti. - bþa Samskiptafulltrúar Norðuráls og Alcan kannast ekki við fyrirhugaða rannsókn: Fara eftir settum reglum ÁLFRAMLEIÐSLA FME stefnir að rann- sókn um gjaldeyrisviðskipti álfyrirtækja hérlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.