Fréttablaðið - 13.06.2009, Side 11

Fréttablaðið - 13.06.2009, Side 11
LAUGARDAGUR 13. júní 2009 SJÁVARÚTVEGUR Áhöfnin á Vest- mannaey VE fékk stóran hákarl í botnvörpuna á miðvikudags- morgun. „Ætli hann sé ekki um átta til tíu metrar á lengd,“ segir Magnús Berg Magnússon háseti. „Hann var sprelllifandi svo ég nýtti tækifærið og tók aðeins á honum, svona til að geta sagt að ég hefði barist við lifandi hákarl,“ segir hásetinn og hlær við. „Ann- ars virðist þetta vera hið ljúfasta grey þótt stór sé.“ Magnús Berg hefur stundað sjóinn á sumrin til margra ára. „Ég hef þó aldrei orðið vitni að því að hákarl kæmi um borð, nema þá þessi venjulegi í brúnni. Það er að segja, stýrimaðurinn á skipinu heitir Héðinn Karl og gengur undir nafninu Hákarl.“ Nokkrar tegundir hákarla finn- ast í íslenskri lögsögu og geta þeir lengstu orðið fimmtán metr- ar að lengd. - jse Vestmannaey VE fékk hákarl í botnvörpuna: Tók á sprelllifandi en ljúfum hákarli HÁKARL HISSA Á HÁKARLINUM Héðinn Karl Magnússon, oftast kallaður Hákarl, klórar sér í hausnum yfir þessu ferlíki en Daníel háseti fylgist með. MYND/MAGNÚS BERG MAGNÚSSON LÖGGÆSLA Lionsklúbburinn Eir hefur fært fíkniefnadeild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu 500 þúsund krónur að gjöf. Pen- ingunum verður varið til kaupa á tækjum og búnaði fyrir deildina og hefur hluta þeirra þegar verið ráðstafað. Að sögn Friðriks Smára Björg- vinssonar, yfirlögregluþjóns hjá LRH, verður þessari rausnar- legu gjöf meðal annars varið til kaupa á tækjum til að auðvelda fíkniefnaleit, svo og myndavéla- búnaði. Lionsklúbburinn Eir hefur á undanförnum árum styrkt bar- áttu fíkniefnadeildarinnar gegn fíkniefnum svo um munar. - jss Fíkniefnadeild lögreglunnar fékk góða gjöf: Hálf milljón til tækjakaupa AFHENDING Frá afhendingu gjafarinnar, frá vinstri Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar, Guðríður Hafsteinsdótt- ir, Guðleif Bender, Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri, Guðný Kristjáns- dóttir, Ásta Bára Jónsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.