Samvinnan - 01.02.1949, Síða 3

Samvinnan - 01.02.1949, Síða 3
Sameiginleg skrifstofa Samvinnutrygginga og fjármdladeildar SÍS er rúmgóö og björt. SW «i*»: K mmmm STZ: ' :| Sambandshúsið í Reykjavík í eldri og nýrri mynd Fyrir nokkru er lokið miklum endurbótum á húsakynnum Sambands ísl. samvinnufélaga í Reykjavík. f þessari grein er hin- um nýju húsakynnum lýst með orðum og myndum. FÁIR MUNU ÞEIR fullorðnir ís- lendingar vera, sem ekki kannast við Sambandshúsið við Sölvhól, annað hvort af eigin sjón eða annarra sögn. Svo mjög hefur það lengst af vakið at- hygli. Sumir muna Sanrbandshúsið vegna ytri glæsileiks og þokka, senr tákn nýs tíma í byggingaviðhorfi landsnranna — enda frægt af saman- burðarmynd, sem hér unr árið barst um allt land, og sýndi það ásanrt litla, gamla Sölvhólsbænum undir yfirskrift- inni: „Gamalt og nýtt“. — Öðrum er Sambandslrúsið minnisstæðast og kær- ast sem heimkynni sambands sam- vinnufélaganna; samtaka, ermeðýmsu nróti orka á líf og líðan alls þorra landsmanna. E. t. v. hefur þó þetta tvennt runnið saman í skynjun og við- horfi flestra, og orsakað það, að Sam- bandshúsið hefur jafnan öðrum þræði verið sveipað hugþekkum ævintýra- ljóma, og alveg vafalaust í ríkari mæli en títt er um ekki eldri byggingar. Og eg veit, að jreir eru ekki svo fáir, sem hefðu verið nógu ,,ópraktiskir“ til þess að óska þess, að Sambandshúsið, sem þeir hafa undanfarna áratugi geyrnt mynd af í huga og jafnvel hjarta, liefði mátt varðveitast ósnortið í uppruna- legri mynd um aldur og ævi. En öðr- um mun svo líka finnast „rómantíkin" vera nokkuð langt gengin með þess háttar hugsunarhætti, og hafa nútíma- legri sjónarmið. Sjálfum finnst mér báðir hafa nokkuð til síns máls — meira að segja mikið. Og nú er öldin önnur, þótt hún sé hin sama, fyrir verustað heildarsam- taka samvinnumanna! Nú er svo kom- ið, að lengur gengur alls ekki að tala um „Sambandshúsið" á sama hátt og áður. Undanfarin 2—3 ár hafa orðið svo stórkostlegar breytingar og mikil stækkun á húsakosti SÍS, að þeir, sem aðeins sjá í anda það sem var, hafa mjög ófullkomna og villandi hugmynd af því senr er. GAMLA GÓÐA Sambandshúsið þótti mikil bygging á sinni tíð, og var það. Alllengi framanaf leigði SÍS öðrum mikinn hluta hússins. Þar kom þó, vegna sívaxandi starfsemi Sam- bandsins sjálfs, og síðar verzlunarvið- skipta, sem því voru um nokkurt skeið falin af hálfu hins opinbera (áburðar- og grænmetissölu), að ekki veitti af öllu húsinu til eigin nota, og hrökk þó eigi til. Þegar í ársbyrjun 1946, voru þrengsli orðin svo mikil, að mjög baga- legt var. Og hvernig ástandið hefur verið síðar á árinu, þegar starfsmenn nýrra deilda og fyrirtækja, eins og t. d. Samvinnutrygginganna, tókn að bæt- 3

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.