Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1949, Qupperneq 18

Samvinnan - 01.03.1949, Qupperneq 18
úrtaka unz heilsteypt botnvarpa er fengin, sem fengsæll skipstjóri getur verið ánægður með. Stúlkur vinnayfir- leitt að hnýtingu netanna undir um- sjón fagmanna, sem ráða lögun og gerð botnvörpunnar. Hver togari hefur jafnan birgðir veiðarfæra í veiðiför og það er hlutverk verkstæðanna að halda þessum birgðum við, þannig, að aldrei sé lagt út í veiðiferð án þess að tryggt sé, að hægt sé að gera við vörpu, sem rifnar í hafi, en það gera skipsmenn sjálfir, eða jafnvel skipta um vörpu, ef þörf þykir. Hin nýju skip íslendinga eyða meiri veiðarfærum en hin eldri. Ber þar margt til. Þau toga af meiri krafti vegna aflmeiri véla, hætta síðar en gömlu skipin, er sjóa þyngir og veð- ur versna, og auk þess eru botnvörp- urnar stærri og fengsælli en áður. Af þessu má ljóst vera, að hlutverk neta- hnýtingarverkstæðanna í landi er hið mikilvægasta og engin togaraútgerð mun telja málum sínum vel borgið fyrr en slíkt verkstæði er til í landi, skipað hæfum fagmönnum á þessu sviði. Má því óhikað telja sennilegt að fleiri slík verkstæði muni rísa upp hér á landi með stækkun togaraflotans og þau, sem fyrir eru, muni eiga fyrir sér að stækka og verða fullkomnari. •jrSLENDINGAR eru áreiðanlega í [ fylkingarbrjósti fiskveiðiþjóða með Bjami Vilmundarson á Akureyri aö setja inn „toppnet“ eða höfuðlinu á toppnet. Meðan skipið er i veiðiför, er margt fleira að vinna en hnýta net á vegum útgerðarinnar. Hér er verið að mála lestarborð. gerð og hæfni veiðiskipa. Líklegt má telja, að löng reynsla íslenzkra togara- manna hafi einnig skapað hér fag- mannastétt um gerð og lögun botn- vörpunnar, sem fremri er netagerðar- mönnum nágrannaþjóðanna. Botn- vörpuveiðarnar eru sem stendur einn af hyrningarsteinum íslenzks þjóðfé- lags. Af því má ljóst vera, að þessi til- tölulega nýja iðngrein er þýðingar- mikil fyrir þjóðarbúskapinn og vel þess verð að á henni sé vakin athygli. 18

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.