Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Page 3

Samvinnan - 01.12.1964, Page 3
uðust í skála sína að langeldum, líkt og forfeður vorir. Þeir leyfðu hinum kristnu mönnum að koma þangað og flytja mdl sitt. Gamall þulur reis úr sœti, ávaryaði þá og sagði: „Svo virðist mér, að líf mannsins sé því líkt, að ókunnur fugl villist inn í þennan skála, flögri hér yfir langeldum stutta stund og hverfi svo aftur út í myrkrið. Geti gestir vorir sagt oss eitthvað með sannindum um upphaf lífs vors og endaiok, munum vér taka erindi þeirra vel.“ Aðdáunarverður er þessi ókunni fornaldarmað- ur. Hann ber fram meginspurningu mannlegs lífs og býr hana líkingu, sem allir skilja. Vitrings- hugsunl Skyggni skálds! Boðskapur gestanna var jólaboðskapur, fagn- aðarerindi. Þeir voru lærisveinar hins dýrlega barns, sem fœddist í Betlehem — þegnar Ijóssins, sem upplýsir hvern mann og breytir lífsgátunni í fagnaðarboðskap. í bráðum tvö þúsund ár hefir nokkur hluti mannkynsins varðveitt áhrifamiklar heimildir um það, að í Gyðingalandi hafi fœðzt og lifað maður, sem var guðdómlegur að vizku, mœtti og kœrleika. Jörðin beið hans. Hann kom í fyllingu tímans. Jarðarbúar voru þá orðnir langpíndir og hrjáðir af geigvænlegu andlegu myrkri, af hverf- leika, miskunnarleysi og synd. Nú lustu þeir upp fagnaðarópi frelsaðra manna. Þeir sögðu: Hið sanna Ijós, sem upplýsir hvern mann, er í heim- inn komið. Oss er frelsari fœddur. Og vér sáum hans dýrð. Þessi vitnisburður hefir síðan verið studdur af reynslunni. Hinn upprisni Drottinn hefir verið nálægur kristni sinni, þ. e. þeim ját- endum sínum, sem ekki voru of mjög „af holds vilja né manns vilja, héldur af Guði getnir.“ Það er eðli Ijóss, að gera sýnilega þá hluti, sem í myrkri eru huldir. í Ijósi Krists sést það, hvað mennirnir eru. Þar hverfur sú missýning, að þeir séu ekkert annað en jarðneskt, óstöðugt og hverfult efnasamband. Þar sést, að kjarni mann- legs persónuleika er lifandi og varanleg „sál“, bundin skapara sínum og öllum öðrum sálum af laðandi og knýjandi lögmáli kærleikans. „Kær- leikur hins Smurða knýr oss“. Um leið eignast mannlífið siðgœðisgrundvöll, — hinn eina, sem til er. Samt er enn svo ástatt í mannheimi, — jafn- vel hjá kristnum þjóðum, jafnvel hjá vorri þjóð — að stöðuglega erum vér minnt á þetta: „Og Ijósið skín í myrkrinu, og myrkrið hefir ekki tek- ið á móti því.“ Nú í nokkra áratugi hefir það verið hefð í þessu landi, að blöð og tímarit, verzleg sem and- leg, birta jólahugvekjur. Mörgum þeirra svipar saman um það, að bera saman lífskjör fólks á vorri tíð við það, sem var á bernskudögum þeirra, sem nú gerast aldraðir. í stað kolu- og kertaljós- anna er komið brimandi Ijóshaf rafmagnsins. í stað lágra og hélaðra torfkofa eru komin hlý og rúmgóð húsakynni. í stað skorts —oft grátlegr- ar og auðmýkjandi fátœktar — er komin nokk- urnveginn almenn velmegun og víðtœk opinber umhyggja fyrir sjúkum, snauðum og gömlum. í stað einhvers lítilræðis í jólagjöf, einhverrar nauðsynjaflíkur, svo sem bara íleppa í heima- gerða skó, er komin gnótt glæsigjafa. Hvílíkur sigur! Hvílíkt fagnaðarefni! Þessi samanburður endar þó nœstum ævinlega á einhverjum þeim þunglyndistóni, sem ekki fell- ur vel að hinu glaða lagi, líkt og ekki sé allt með felldu um líf vort, þrátt fyrir allt. Mundi það ekki vera það, að þegar eitt er grœtt, þá er annað misst. í birtunni af hinu dásamlega og dýrmœta raf- magnsljósi skilja menn ekki lengur þörf sína fyr- ir Ijósið, sem upplýsir hvern mann. í gleði sinni yfir gullna gervifuglinum gleymir keisarinn í Kína nœturgalanum. Á hverju ári gerist undrið fagra, eigi að síð- ur. Jólin koma, boða fagnaðarerindið um hið sanna Ijós, breyta svip mannlífsins um viða ver- öld og blása mönnum því í brjóst, og gleðjast af því, að gleðja aðra. Þannig benda þau oss hverju sinni á sigurleið hins sanna, fagra og góða. Mœtti sú bending jafnframt reynast fyrirheit. Guð gefi oss öllum gleðileg jól. „Höldum jól heilög í nafni Krists“. Friðrik A. Friðriksson. SAMVINNAN 3

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.