Samvinnan - 01.12.1964, Qupperneq 12
FRÁ ALFA-LAVAL
aukin iðnvæðing, vinnuhag-
ræðing og þjónusta, til auk-
innar framleiðslu með sem
minnstum kostnaði. Alfa-
Eitt af þeim mörgu og
stóru fyrirtækjum, sem Sam-
band íslenzkra samvinnu-
félaga hefur umboð fyrir
á íslandi, er Alfa-Laval
verksmiðj urnar. Höfuðstöðv-
ar þeirra eru í Svíþjóð, en í
mörgum löndum og öllum
heimsálfum eiga þær sér úti-
bú og dótturfyrirtæki.
Hér á landi dettur eldri
mönnum fyrst í hug skil-
vinda, þegar nefnt er Alfa-
Laval. Þó fjölgar þeim nú óð-
um, sem ekki hafa heyrt í
skilvindu, ekki einu sinni í
sveitum landsins, eins og
þíeir eru líka allmargir til
enn, sem muna, þegar þessir
þarfagripir leystu af hólmi
bakka og trog. Svo stutt er
síðan þær komu til landsins
og svo skammvinnt var skeið
þeirra í sinni upphaflegu
mynd.
Skilvinda er ekki gömul
uppfinning. Lengi vafðist
það fyrir mönnum hvernig
hægt væri að nota miðflótta-
aflið til þess að skilja rjóma
frá undanrennu. Það var
ekki fyrr en eftir miðja 19.
öld, sem gerð var tilraun, er
kom mönnum á sporið. Hún
var fólgin í því, að við lóð-
réttan ás, sem snerist, var
fest íkjóla með mjólk. Þeg-
ar ásinn tók að snúast hratt
sveiflaðist fatan út, unz hún
var komin í lárétta stöðu.
Væri snúið nægilega lengi,
fór svo, að rjóminn safnaðist
saman efst í skjóluna, á hlið-
stæðan hátt og hann gerði,
þegar mjólkin stóð í bökk-
um og trogum.
Af sjálfu leiðir, að vél sem
þessi gat ekki orðið almenn
í notkun. En hugmyndin að
skilvindu var fengin og brátt
var farið að smíða þær af
svipaðri gerð og síðan varð
almennt notuð. Einn af þeim
mönnum, sem þar varð
fremstur í flokki, var Sví-
inn Gustaf de Laval.
Gustaf de Laval var upp-
finningamaður, sem árið
1878 fékk einkaleyfi fyrir
íkilvindu, sem hann hafði
smíðað og þegar árið 1893
var stofnað hlutafélag um
framleiðsluna. Það er hið
fræga Alfa-Laval.
Fyrsta skilvindan kom til
íslands árið 1896 og síðan
breiddust þær ört út. Áttu
kaupfélögin mikinn þátt í
útbreiðslu þeirra. Ýmsar teg-
undir voru fluttar til lands-
ins, en hver er sá, sem kom-
inn er um miðjan aldur og
vaxið hefur upp í sveitum,
að hann kannist ekki við
Alfa-Laval?
Þótt Alfa-Laval verksmiðj-
urnar væru upphaflega
stofnaðar til þess að fram-
leiða skilvindur fyrir mjólk,
hafa þær fyrir löngu fært út
kvíarnar. Enn eru að vísu
skilvindur af ýmsum gerð-
um og til margvíslegra nota,
mikils verður hluti fram-
leiðslunnar. En fjölda margt
fleira er til komið svo sem
stál í yfirbyggingar á bíla,
f iskvinnsluvélar, kj ötvinnslu-
vélar, mjaltavélar og nú síð-
ast fjós, með öllu tilheyrandi.
í byrjun yfirstandandi árs
kom til framkvæmda mjög
náið samstarf á milli land-
búnaðardeildar sænsku Alfa-
Laval verksmiðjanna og
Landssambands sænskra
bænda (Svenska Lantmann-
ens Riksförbund — SLR),
sem er félagsskapur á sam-
vinnugrundvelli og hefur
með höndum sölu á land-
búnaðarframleiðslu og inn-
kaup á fóðurvörum og land-
búnaðarvélum. Höfuðsjónar-
mið með þessu samstarfi er
Laval leggur til tæknifræðslu
og ráð, sér um uppsetningu
véla og margs konar útbún-
aðar, sem fyrst og fremst til-
heyrir mjöltum og fjósum.
Samitarf þetta er mjög vel
skipulagt og hefur þegar bor-
ið mikinn árangur.
í Alfa-Laval verksmiðjun-
um er alltaf leitað nýrra úr-
ræða og nýrrar tækni. Ár-
angur þeirrar leitar er m. a.
fjósið sem fyrr er nefnt. Er
þar um að ræða bygginguna
sjálfa, tilheyrandi vélar og
allan umbúnað þeirra. í nýju
Alfa-Laval fjósunum á einn
maður að geta hirt 80 kýr.
Eins og fyrr er sagt fer
Samband íslenzkra sam-
vinnufélaga með söluumboð
fyrir Alfa-Laval hér á landi
og framkvæmd þess er í
höndum Véladeildar SÍS. Þar
er um að ræða umboð fyrir
skilvindur og strokka, sem
fyrrum voru í mikilli notk-
un hér á landi. Nú eru það
einkum mjaltavélarnar, sem
óðum ryðja sér til rúms. Þá
má nefna þvottatæki fyrir
mjaltavélar, kúaklippur,
smjörhnoðara, mjólkur-
vinnsluvélar, mjólkurkæla
auk margs annars.
Líkan af
Alfa-Laval fjósinu,
sem getiff er um í greininni.
Hefur kýrskepnum varla veriff boðiff
upp á meiri munaff í annan tíma, svo vitaff sé.
12 SAMVINNAN