Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 20
„SjáSu, það er nefnilega þannig að hafi UPP- RIFJUN Smásaga eftir Friðjón Stefánsson maður einu sinni misst andlitið, þá verður manni ótrúlega snúið að setja það upp aftur, að minnsta kosti í sínum fæðingarhreppi, kannske allsstaðar.“ „Því segi ég það — hafi mað- ur einu sinni verið flokkaður í úrgangsflokk af samtíð sinni, þá er erfitt að komast upp úr honum og upp í annan betri flokk. Þó ætti að vera mögu- leiki, en það er ekki auðhlaupið að því. Ha?“ Það umlaði eitthvað í sjúkl- ingnum, honum frænda mín- um, en ég var ekki viss um, hvort hann fylgdist með því, sem ég var að segja. Öllum var Ijóst, að hann átti aðeins mjög skammt eftir ólifað, og ég sat yfir honum, af því að hjúkrun- arkona var ekki fáanleg nema endrum og eins — og kannske líka af því að við vorum vinir og frændur og höfðum auk þess haft mikið saman að sælda upp á síðkastið . . . Sleppum því. — En ég taldi það skyldu mína að reyna að segja eitt- hvað við hann, ef það mætti vera honum til afþreyingar, þegar hann ekki svaf. Annars var hann mjög máttfarinn og svaf eða mókti lengst af. Og ég hélt áfram að tala lágri, tilbreytingarlausri röddu, því eins og ég sagði fannst mér ég eiga að gera það hans vegna — og þó var það máske ekki síður af því, að mér var sjálfum nauðsyn að þurfa ekki að sitja þarna þegjandi: „Sjáðu, það er nefnilega þannig, að hafi maður einu sinni misst andlitið, þá verður manni ótrúlega snúið að setja það upp aftur, að minnsta kosti í sínum fæðingarhreppi, kannske allstaðar. Ég man hvernig þetta var heima í þorpinu mínu, hvern- ig það horfði í gegnum mig eins og ég væri loft, kinkaði kannske til mín kolli með al- gerlega hlautlausu „daginn" eða „blessaður", af því að það er varla til siðs að ganga fram hjá samborgara sínum, sem maður hefur alizt upp með frá blautu barnsbeini í þorpinu, án þess að kasta á hann kveðju, en hún skal vera eins stutt og óákveðin og frekast er unnt, svo að ekki komi til mála að stanza og ræðast við. Nema kannske, ef í hlut á aumingi, sem á fárra kosta völ í mannlegum samskiptum — eða fylliraftar. Já, og fylliraft- arnir voru hreinskilnari. Úr kjöftum þeirra fékk ég að heyra hið raunverulega álit samborgaranna á mér. Samt voru þeir til meðal hinna sí- drukknu, sem gátu átt það til að láta í ljósi meðaumkvun með mér, sem var auðvitað ennþá erfiðara að þola. Ég hylltist til að ganga úr vegi fyrir þeim. Jú, það gat komið fyrir, að venjulegt fólk skipti sér af mér .— ef það vildi hafa gott af mér. Þá gat það verið kumpánlegt, jafnvel brosað til mín. Ha?“ „Ojá, það hefur jafnan ver- ið þannig í henni veröld. Þú hefur fengið að kenna á því eins og fleiri," tuldraði sjúkl- ingurinn slitrótt, og það sýndi að hann fylgdist eitthvað með því, sem ég var að segja. Ég þurrkaði svitann af enni hans og hagræddi höfðinu á koddanum. „En hvers vegna þarf þetta að vera svona, hélt ég áfram. Hvers vegna? Ég var að vísu talinn vera af lítilsigldu fólki kominn. Og kannske var ég fremur ófríður, klunnalegur og óupplitsdjarfur. En til voru menn ennþá ófríðari, klunna- legri og óupplitsdjarfari en ég, án þess að þetta mæddi á þeim. Ha? Því segi ég það, að auk þess sem samtíðin er grimm og ó- réttlát, virðist hún líka vera duttlungagjörn. Henni er trú- andi til alls.“ „Enginn er spámaður í sínu föðurlandi,“ sagði sjúklingur- inn veikum rómi. „Já, ég veit það. Þess vegna fór ég. Og þó var það kannske ekki fyrst og fremst af því, að ég fór skyndilega. Sú breyting gerðist á mér, að ég hélzt ekki lengur við heima. Það varð þegar stúlkan sem ég elskaði (í þá daga elskaði ég stúlku) tók upp á því að forðast mig, auð- sýna mér fyrirlitningu og hæð- ast að mér. Já, þá breyttist ég. Kannske kæmu þeir tímar, að hún sæi, hverju hún hefði kast- að frá sér. Ha? Þannig gat maður hugsað í þá daga. En hafi ég ímyndað mér, að með því einu að komast burt væri vandinn leystur, þá skjátl- aðist mér. Áhrif æskustöðvanna höfðu skotið rótum í mér og þeim varð ekki kippt burtu. Þau voru orðin hluti af mér sjálfum. Sumir tala um örlög, sem ekki verði breytt. En mér virð- ist, að heilbrigð skynsemi geti ekki fallizt á að trúa á örlög. Aftur á móti eru mistök og ó- heppni staðreyndir. Sú hefur orðið reynsla mín. Allt þangað til ég gekk í félag við þig. Þá loksins fór mér að ganga bet- ur. Þú skilur mig og vilt mér vel og sérð, að ég vil komast á- fram. Ég ætla heldur ekki að láta tækifærin ganga mér úr greipum. Nei, ónei.“ Skyndilega færðist glampi í augu sjúklingsins. Hann reyndi að reisa höfuðið frá kodda en tókst það ekki. Orð hans komu slitrótt: „Þú — ætlar — þó — ekki? Hvað varstu að láta mig skrifa undir í — fyrradag?" „Svona, svona, Guðfinnur minn, vertu rólegur. Þú mátt ekki hleypa þér í geðshræringu, þú átt bara að reyna að vera rólegur og áhyggjulaus.“ „Hvað varstu að láta mig skrifa undir,“ sífraði hann. „Hvað ég var að láta þig skrifa undir? Æ, það var víst einhver kvittun eða önnur ó- merkilegheit. Ég man það ekki lengur. Viltu ekki reyna að súpa á ávaxtadrykknum þínum?" Hann bandaði máttleysislega 20 SAMVINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.