Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Side 21

Samvinnan - 01.12.1964, Side 21
frá sér með annarri hendinni. Svo reyndi hann að einbeita sjónum sínum á mig. „Þú — ætlar þó ekki — að gerast sá níðingur — að — að hafa af mér eignirnar mínar?“ Mér virtist hræðsla í augum hans. Og mér leið ekki vel. Trú- lega hefur þjáð mig þessi til- finning, sem við köllum sam- vizkubit. „Hvað ætli ég vilji hafa af þér. Og þú þarft ekki að vera hræddur við mig, Guðfinnur minn. Ekki vil ég þér nema gott.“ „Ég — sé — þetta — allt núna,“ sagði hann. „Þú ætlar — að — stela — af —- mér — eignunum — úr — því — að — ég tapaði — skilríkjunum — og — asnaðist til — að hafa — þetta — allt — á — þínu — nafni. Þú — hefur — alltaf — verið — talinn — blendinn!" Og nú gramdist mér við hann, máske í eina skiptið á ævinni, sem mér gramdist við hann. Þurfti hann nú líka að leggjast á sveif með álagavöld- unum og segja, að ég væri blendinn? Ég þagði um stund, af því að ég vissi, að maður á ekki að tala meðan gremjan hefur yfirhöndina í huga manns. En þegar ég tók til máls einbeitti ég mér að því að tala lágt og vingjarnlega: „Vertu ekki að vitleysunni þeirri ama, Guðfinnur minn. Það ætlar enginn að hafa neitt af þér.“ „Jú — þú — þú — ætlar að — féfletta mig.“ Ég fann að mér tókst að víkja gremjunni úr huga mér, því lengur sem ég einbeitti mér að því, og mér veittist létt að tala lágum og vingjamlegum rómi: „Sjáðu nú, Guðfinnur minn góður. Þér sjálfum og öðrum er það Ijóst, að þú átt mjög skammt eftir, því miður. Þótt þessi hugdetta þín, að einhver ætli að hafa af þér eigur þín- Það umlaði eitthvað í sjúklingnum, honum frænda mínum, en ég var ekki viss um, að hann fylgdist með því, sem ég var að segja. ar, væri rétt — sem alls ekki er, þá getur það ekki skipt þig neinu máli.“ Hinum veika manni tókst að lyfta höfðinu lítið eitt af kodd- anum. En það var of mikil á- reynsla fyrir hann, og hann hneig aftur út af. Það liðu nokkur andartök, áður en hann hafði safnað nægilegum kröft- um til þess að geta tuldrað: „Þú — ætlar — að stela öllu — skilríkin — glötuð — eða — þú hefur — náð þeim — og — svo — léztu mig skrifa!“ „Guðfinnur minn, reyndu að vera rólegur," sagði ég blíð- lega, „og reyndu að bægja þess- ari fráleitu grillu úr huga þér. Og þó svo, að þú getir það ekki, sem ég held samt, að þú getir — þá skulum við hugleiða ró- lega það, sem við vitum báðir, ég á við, hvað tekur við eftir dauðann. Við erum báðir al- gerlega sannfærðir um, og styðjumst við skoðanir lærðra vísindamanna, að eftir dauð- ann taki við alger útslokknun, engin vitund, myrkur eða öllu heldur alger hvíld eins og rétt- ara er að kalla það. Ha? Er það ekki rétt?“ Nú er mér ekki ljóst, hvort hann fylgdist með því, sem ég sagði. En hann tuldraði: „Ég veit — ekkert — ekkert.“ „En þegar þú hefur rætt þessi mál við mig heilbrigður og skýr í hugsun, þá hefur þessi skoðun þín verið jafn ákveðin og skilyrðislaus og hún er hjá mér. Þar fyrir utan gætum við rennt huga að því, að einu erf- ingjar þínir eru systkini þín þrjú. Bræður þínir báðir eru mjög vel efnaðir menn og systirin er gift margmilljónara. Ekki verður séð, að þeim ríði það á miklu, hvort þau taka arf eftir þig eða ekki. Það er ekki einu sinni víst, að þeim yrði það til nokkurs góðs.“ „Rétt — er — rétt“, tuldraði sjúki maðurinn. Þú átt ekkert — með — að — ásælast — eig- ur mínar." „Ég er búinn að segja þér, vinur minn, að enginn ætlar að ásælast eigur þínar, hvorki ég né aðrir. Þér er óhætt að trúa því. Á hinn bóginn finnst mér það ætti að vera róandi að gera sér ljósar þessar stað- reyndir, sem ég var að benda á. Ég er sannfærður um, að þú skilur þær ekki síður en ég, ef þú bara leiðir hugann að þeim. Sem sé, þótt svo væri, sem ekki er, að einhver ætlaði að hafa af þér eigur þínar, þá má þér standa nákvæmlega á sama, hvað sjálfan þig áhrærir. Og varðandi erfingjana, systkini þín, þá er algert aukaatriði fyr- ir þau, hversu mikinn arf þau taka eftir þig. í þriðja lagi, sem raunar er aðalatriðið, og gerir öll önnur sjónarmið fráleit, eftir stuttan tíma stendur þér alveg á sama, hver ráðskar með eigur þínar. Sem sé eftir umskiptin tekur við alger hvíld, algert vitundar- leysi, eins og við höfum sann- færzt um. Ekkert það sem verð- ur eftir okkar dag, getur því skipt okkur máli. Nú vottaði fyrir þráa í svip hans og hann tuldraði: „Nei, mér — er ekki sama. Ég — vil — að — eigurnar — gangi til minna — eftir — minn dag.“ „Þær ganga líka þangað frændi minn. En hitt þykir mér furðulegt, að þú skulir ekki átta þig á því, að eftir tiltölulega skamman tíma hlýt- ur þér að standa á sama um, hvað gerist hér á þessari mauraþúfu, sem við köllum jörð. Þótt þeir tækju sig til og færu að kasta atómsprengjunni hvorir á aðra, þá ertu blessun- arlega laus við hrellingar af því, þar eð mjög náin framtíð ber í skauti sínu algert vitund- arleysi og algert hlutleysi gagnvart öllu þér til handa.“ Mér rann til rifja að sjá þj áningarsvipinn á andliti hans, meðan hann stritaðist við að muldra: „Heldurðu — virkilega — að — mér standi — á sama — um mannkynið — drengur!“ Ég stundi. Það var greinilegt, að hann skildi ekki sjálfsagða hluti, enda þótt hann hefði vafalaust átt létt með það heil- brigður. En hann þjáðist, það leyndi sér ekki. Eðlilega féll mér það mjög illa, því að ef til vill var ég orsök að geðshrær- ingu hans — og kannske voru þjáningar hans meiri vegna hennar. Annars var sá tími kominn, að læknirinn gæfi honum deyf- andi sprautu, og þá myndi hon- um líða betur. Og í ráðaleysi mínu með að gera eitthvað til þess að sefa huga hans reyndi ég enn á ný að fullvissa hann um, að enginn ætlaði að hafa neitt af honum. Á meðan ég var að því kom læknirinn. Hann heilsaði þurrlega að venju og þreifaði á slagæð sjúklingsins. Síðan leit hann á Framh. á bls. 58. SAMVINNAN 21

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.