Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Qupperneq 24

Samvinnan - 01.12.1964, Qupperneq 24
NATO FIMMTÁN ÁRA Aðdragandi að stofnun bandalagsins og árangur af starfi þess Fullyrða má, að ekkert ríki hafi fyrr eða síðar haft jafn mikla möguleika til heimsyfirráða og Bandarík- in höfðu fyrstu árin eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Tjón þeirra í þeim hildarleik hafði verið tiltölulega lítið, miðað við skakkaföll þau, er fjölmörg önnur ríki biðu. Iðnaðarveldi þeirra, her og floti voru öflugri en nokkru sinni fyrr, og auk þess áttu þau þá ein ríkja kjarnorku- sprengjuna, þetta skelfilega tæki, sem á einum góðviðris- degi í ágúst setti jafnt skrið- dreka sem stalínorgel á bekk með klubbu steinaldar- mannsins. Sú staðreynd, að Bandaríkjamenn þá ekki neyttu þessa dæmalausa aflsmunar, er öflugust rök- semd gegn nöldri þeirra, sem sífellt bera þeim á brýn heimsvaldastefnu og ný- kóloníalisma. Ætla má að framferði annars mesta stórveldis ver- aldar í stríðslok hefði orðið nokkuð á annan veg, ef vís- indamenn þess hefðu orðið fyrstir til að leysa kjamork- una úr læðingi. Að minnsta kosti bendir hin skefjalausa ágengni, er Sovétríkin sýndu af cér fyrstu árin eftir stríðs- lok og raunar fyrr, til þess. í félagi við Hitler lögðu þau undir sig hina pólsku hluta Úkraínu og Hvítrússlands. Með góðu samþykki sama manns herjuðu þau á Finna og brutu undir sig Eistland, Lettland og Litháen, smáríki vestræn að menningu og byggð þjóðum sem eru lítt eða ekki skyldari Rússum en íslendingar. íbúar þessara ríkja voru myrtir svo skipti hundruðum þúsunda eða fluttir til þrælabúða norður við íshaf eða austur í Síber- íu, þar sem aðbúnaðurinn var litlu betri en í Ásvits og Buchenwald. í stríðslokin bættu svo Rússar við ríki sitt Karpata-Úkra- ínu, Búkóvinu og Bessarabíu, en af þessum landsvæðum er að minnsta kosti hið síð- asttalda byggt rúmensku fólki, fjarskyldu íbúum Sovétríkjanna. Þá lögðu Rússar undir sig og hina Framh. á bls. 58. Efst til vinstri: Bjarni Benediktsson, utanríkisráffherra, undir- ritar Norður-Atlantshafssáttmálann í Washington í apríl 1949. Til vinstri viff ráðherra stendur Thor Thors, sendiherra Is- lands í Washington. — Neffri mynd til vinstri: Utanríkisráðherr- ar NATO á fundi í París. Fulltrúi íslands á fundinum er dr. Kristinn Guffmundsson, þáverandi utanríkisráffherra, en hann var um skeiff forseti Atlantshafsráffsins. — Efst til hægri: ís- lenzka sendinefndin á ráðherrafundi NATO í apríl 1953. Frá vinstri: Hermann Jónasson, Bjami Benediktsson og Gunnlaug- ur Pétursson, þáverandi fastafulltrúi íslands hjá NATO. I hak- sýn fyrir miffju er Pétur Benediktsson, sendiherra, formaffur Samtaka um vestræna samvinnu. — Miffmyndin til hægri: Ital- inn Manlio Brosio, núverandi framkvæmdastjóri NATO heilsar Pétri Thorsteinssyni ambassador, núverandi fastafulltrúa Is- lands í ráffi Atlantshafsbandalagsins. — Neðsta myndin til hægri gefur hugmynd um þá sókn Sovétríkjanna vestur á bóginn, er koffnaffi niffur vegna samhuga andstöðu NATO-ríkjanna. Svörtu svæffin eru þau, sem innlimuff voru í Sovétríkin um og upp úr síffari heimsstyrjöld, en þau gráu eru ríki, sem Rússar gerffu sér háff um svipaff leyti. Tölustafirnir merkja sem hér segir: 1. Svæffi tekin af Finnum. 2. Eistland. 3. Lettland. 4. Litháen. 5. Hinir pólsku hlutar Hvítrússlands og Úkraínu. 6. Karpata-Úkraína. 7. Bessarabía og Norffur-Búkóvína. 8. Norðurhluti Austur-Prúss- lands. 9. Suffurhluti Austur-Prússlands (lagffur undir Pólverja). 10. Pólland. 11. Oder-Neisse héruffin. 12. Austur-Þýzkaland. 13. Tékkóslóvakia. 14. Ungverjaland. 15. Rúmenía. 16. Búlgaría. 17. Albanía. 24 SAMVINNAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.