Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Page 26

Samvinnan - 01.12.1964, Page 26
Ragnar Pétursson Plest kaupfélaga þeirra, er aðild eiga að systursambönd- um SÍS í nágrannalöndunum — Kooperativa Förbundet í Svíþjóð, Norges Kooperative Landsforening í Noregi, Fælles- foreningen for Danmarks Brugsforeninger í Danmörku, svo einhver séu nefnd — eiga það sammerkt að þau eru neyt- endafélög. Öðruvísi er þessu farið með obbann af íslenzku kaupfélögunum, þau eru vel- flest í senn félög framleiðenda og neytenda. Undantekningar eru þó frá þessari reglu, og ber þá fyrst að nefna þau félög tvö, er stað- sett eru þar sem þéttbýli er mest á landinu, í Reykjavík og Hafnarfirði. Hér fer á eftir við- tal, sem Samvinnan átti fyrir skemmstu við kaupfélags- stjóra síðarnefnda félagsins Ragnar Pétursson. Ragnar hef- ur haft á hendi framkvæmda- stjórn félagsins mestan hluta þess tíma, sem það hefur starfað, eða síðan 1947, en þar áður var hann bæjarstjóri í Neskaupstað. Á þessum tíma hefur þetta félag, sem upphaf- lega var lítið og fátækt laun- þegafélag, orðið að langstærsta verzlunarfyrirtæki Hafnar- fjarðar og í röð þeirra stærstu á Suðvesturlandi öllu. Matvöru- búðir þess skara langt fram úr öðrum í kaupstaðnum hvað snertir nýtízkuleg og hagkvæm tæki og innréttingar, góða og hreinlega umgengni. Það hef- ur frá upphafi verið í farar- broddi er innleiða skyldi nýja og hagkvæma verzlunarhætti hér á landi; þannig varð það, ásamt Sambandi íslenzkra samvinnufélaga og Kaupfélagi Árnesinga, fyrst til að stofn- setja kjörbúð hérlendis árið 1955, og fyrst allra verzlunar- fyrirtækja íslenzkra hóf það rekstur kjörvagna, sem am langt skeið hafa þótt sjálfsagð- ur hlutur hjá þeim þjóðum er- lendis, sem lengst eru komnar í verzlunarháttum, og Haín- firðingar kunna vel að meta kaupfélag sitt og þá ágætu þjónustu, sem það veitir þeim; það sýnir meðal annars sú staðreynd, að síðan 1960 hefur viðskiptavelta þess fjórfaldast að krónutölu. —Kaupfélag Hafnfirðinga á nú nærri tveggja áratuga ald- ur að baki, sagði Ragnar. — Það var stofnað 11. október 1945 og hóf starfsemi 1. nóv. sama ár. Fyrsti kaupfélagsstjóri var Guðmundur Sveinsson, en fyrstu stjórnina skipuðu Ólaf- ur Þ. Kristjánsson, formaður, Guðjón Guðjónsson, Guðjón Gunnarsson, Óskar Jónsson og Þórður Þórðarson. í núverandi stjórn eiga sæti: Jóhann Þor- steinsson, formaður, Hermann Guðmundsson, Þórður Þórðar- son, Stefán Júlíusson og Hall- steinn Hinriksson. Félagsmenn eru nú um 900 talsins. — En samvinnustarf í Firð- inum á sér þó eldri sögu, er ekki svo? — Jú, sú saga nær að minnsta kosti aftur til 1931, er verkamannafélagið Hlíf kom á fót hjá sér pöntunarfélagi, sem starfaði til ársins 1937. Verður það að teljast vísirinn að Kaup- félagi Hafnfirðinga. Fyrstu verzlunarnefnd félagsins skip- uðu þeir Gunnlaugur Krist- Efri myndin: Verzlunarhúsið við Strandgötu, myndin tekin að kvöldlagi. Á neðri myndinni er einn kjörvagna kaupfélagsins. Kaupfélag Hafnfirðinga — brautryðjandi nýtízku verzlunarhátta 26 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.