Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Side 32

Samvinnan - 01.12.1964, Side 32
Skógum Rætt við Þórð Tómasson, safnvörð Ferðinni er heitið að Skóg- um undir Eyjafjöllum. Það er tveggjabakka veður. Svört kólga kastar éljum norðan af hálendinu. Á stöku stað endist þeim lotan allt til brimóttrar suðurstrandarinnar. Til hafs liggur grár þokubakki og hyl- ur Surtsey. Á milli bakkanna sér til sólar annað veifið. Ölfusið, Flóinn og Holtin eru gráhvít, Rangárvellir marauðir, Vestur- Eyjafjöll drifhvít. Klakinn er byrjaður að kreppa að Seljalandsfossi, berg- ið austur með fjöllunum að verða sílað. Enda er kominn vetur og frost þó nokkuð. Skógar eru óvenju tilvalinn skólastaður, fagur, friðsæll og skjólríkur. Nokkurn spöl aust- an skólahúsanna, stendur lítið en snoturt íbúðarhús Þórðar Tómassonar frá Vallnatúni og þar örskammt frá hús Byggða- safns Rangæinga og Vestur- Skaftfellinga. Það er áfanga- staður í þetta sinn. Safnvörð- urinn, Þórður Tómasson tekur gestum tveim höndum. „Það er kalt í safninu,“ segir hann, um leið og hann opnar. Gest- irnir bera sig vel og þykjast vera karlmenni. Framh. á bls. 40. 32 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.