Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Síða 35

Samvinnan - 01.12.1964, Síða 35
Kæru frændsystkin! Pabbi er alltaf að nauða á mér að ég eigi að skrifa ykkur. En það er alls ekki eins einfalt að skrifa bréf og fullorðna fólkið segir, enda ferst því ekki um að tala. Ekki skrifar það bréf. Pabbi skrifar aldrei bréf, svo ég viti. Þegar ég ætla að skrifa bréf, veit ég aldrei hvernig ég á að byrja. Og þó ég geti byrjað, þá veit ég ekki hvernig ég á að halda áfram; og þó ég geti ef til vill haldið eitthvað áfram, þá veit ég ekki hvern- ig ég á að enda. Nei, það er alls ekki einfalt mál að skrifa bréf. En nú ætla ég að reyna. í alvöru. Og ég ætla að biðja Samvinnuna fyrir bréf til ykkar. Það hlýtur að vera svo gaman að sjá á prenti, það sem maður skrifar að minnsta ko;ti þykir full- orðna fólkinu það. Fullorðna fólkið þarf ekki annað en setja auglýsingu í blöðin, þá er það ekki í rónni fyrr en það er búið að leita hana uppi og lesa hana. Ég tala nú ekki um, ef það hefur sett nafnið sitt undir. Og ég tala nú ekki um, ef það á von á að sjá mynd af sér í blöðun- um. Þá er bara eins og jól- in væru komin. Það verður bókstaflega uppljómað, ef það sér mynd af sér í blöð- unum. En mynd þori ég ekki að setja í Samvinnuna. Ég „tek mig ekki vel út á mynd“, eins og fullorðna fólkið segir og yfirleitt finnt mér allar myndir af mér ósköp asna- legar. Mamma segir að ég sé á „gelgjuskeiðinu.“ Ekki veit ég hvað það er. Og nú er ég búinn að byrja bréfið og þá er að halda á- fram. Hér skeður nefnilega aldrei neitt. Það er svo und- arlegt með það. Ég fer á fætur kl. hálf átta á hverj- um morgni til þess að fara í skólann. Ég þarf ekki fyrr á fætur, því það er svo stutt í skólann. Á meðan ég er að klæða mig og borða reyni ég að rifja upp kvæðið, sem ég var að læra kvöldið áður. Venjulega gleymi ég að læra það, þangað til ég fer að hátta. Þá man ég allt í einu eftir því. Mamma segir, að þá „vakni samvizkan“. Ekki veit ég hvað hún á við með því. Pabbi segir að það sé enginn vandi að læra kvæði, en reyndar held ég að hann kunni engin ósköp af þeim sjálfur. En þetta er alltaf viðkvæðið hjá þeim full- orðnu: , ,Þetta er enginn vandi!“ „Eins og þetta sé einhver vandi!“ En mér finnst það bara skollans mikill vandi. Reyndar er ég ekki lengi að því, þegar ég tek mig til, en það er nú vandi samt. Ég læt það vera, ef þessir menn, sem búa kvæðin til, notuðu einhver venjuleg orð. En það gera þeir ekki, heldur er allt fullt af orðum, sem aldrei eru notuð og maður skilur ekk- ert í. Þá segir brói, að ég eigi að fletta upp í orðabók. Það er nú svo sem gott og blessað, en mín reynsla er sú, að maður finni sjaldan þau orð, sem maður þarf að finna, heldur alltaf einhver önnur, sem maður þarf ekk- ert á að halda í það sinn. í kvæðinu sem ég er t. d. að læra núna, eru orð, eins og „héðra“, sem þýðir bara hérna og „Hlér“, sem brói segir að þýði sjór, og margt fleira þessu líkt. Pabbi seg- ir að skáldin noti þessi orð „vegna rímsins". Mér finnst þau gætu rímað með venju- legum orðum. Vitið þið hvað það er sem kallað er „rím“? Annars hefi ég ekki vit á skáldskap. Mamma segir að Jónas Hallgrímsson sé mesta skáld í heimi. Ekki veit ég hvort það er rétt. Heimur- inn er fullur af skrítnum mönnum. Reyndar get ég sagt ykkur, þó ég segi það ekki við pabba og mömmu og bróa, sem alltaf eru að troða í mig kvæðum, að eig- inlega finnst mér bara gam- an að þessum skrítnu orðum, þegar ég skil þau. Og það sem er svo ansi hreint nauð- synlegt, skal ég segja ykkur, er að skilja og vita hvað við er átt, þegar maður er að læra. Það er nú það. — Jú, og svo er eitt enn í þessu kvæði. Það er „hann úr neðra“, og það þýðir nú hvorki meira né minna en nokkuð sem ég get ekki sett á prent, þó skáldið geri það. Ég segi ykkur það, þegar við hittumst næsta sumar. Nú, og svo fer ég í skólann. Hann er í voða stóru og fínu húsi. Það er allt í lagi með það. En samt er ég ekki al- veg nógu ánægður — ekki svona reglulega, reglulega ánægður. Mamma segir að það muni lagast. Við erum 30 í bekknum, og krakkarnir eru auðvitað eins og krakkar gerast. Ég býst við að pabbi mundi segja að við værum mestu grallaraspóar; hann notar það orð mikið. Strákarnir eru margir mestu gæjar, þið vitið, svona alla vega, nema strákurinn, sem ég sit hjá. Hann er fínn. Og stelpurnar — ja, þær eru nú eins og aðrar stelpur. Þær geta víst lítið gert að því greyin. — En svo er kallinn, það er kenn- arinn, sko, — mamma segir nú reyndar að ég megi ekki segja kallinn um hann, því hann er víst svona þrjátíu árum yngri en pabbi, en ég segi nú kallinn samt. Hann er alltaf að skamma okkur og er svo voða strangur. Pabbi segir, að það verði hann að vera, en mér finnst nú samt hart að hann skuli alltaf þurfa að vera að skammast. Kennarinn minn í fyrra talaði við okkur eins og við værum manneskjur, eða minnsta kosti eins og við værum börn, sem við líka erum og það var nú heldur munur. Svo er hann alltaf að taka mig upp. Hérna um daginn tók hann mig fimm sinnum upp sama daginn. Fyrst spurði hann eina sex, og þau gátu engu svarað. Þá varð hann vondur og sagði: „æi, ég nenni þessu ekki lengur, það er bezt að þú svarir þessu, toppur,“ og benti á mig. Mamma segir að ég skuli bara vera þakk- látur fyrir að hann taki mig svona oft upp, því þá læri ég meira. En mér finnst það ranglátt og er alltaf pikk- andi hræddur. Og svo segir hann að við séum vitlaus og það sé ómögulegt að kenna okkur, og hérna um daginn sagði hann svo ljótt um okk- ur, að ég get ekki einu sinni haft það eftir. En ef hann segir það nokkurn tíma aft- ur, þá skal ég, svei mér, segja ykkur það og láta það koma á prent. Auðvitað er- um við ekki alltaf góð og gerum hitt og annað, sem við ættum ekki að gera. En ef við eigum að vera stillt og prúð og tala ekki ljótt og svoleiðis, þá finnst mér full- orðna fólkið eiga ekki að tala svona við okkur. Og pabbi segir, að það sé alveg rétt hjá mér. Pabbi er nú ekki svo afleitur alltaf. Það má vel vera að eitthvað af krökkunum komi ólesið í tíma, ég get svosem trúað því, en við Elli gerum það ekki. Aldrei! Og við mund- um ekki heldur koma ólesn- ir þó kallinn væri ekki svona vondur, heldur þvert á móti. Þá væri allt svo miklu betra og skemmtilegra. Og reyndar langar mig ftundum mest til þess að lesa ekki neitt, bara til að spæla kallinn. En ég geri það ekki og Elli ekki heldur. Því þó við segjum það ekki heima, við pabba okkar og mömmu, þá þyk- ir okkur gaman að læra og okkur langar til að læra. Mamma segir, að þetta muni allt saman lagast og kallinn — ég meina, kennarinn, sé sjálfsagt vænsti maður, sem áreiðanlega vilji okkur vel. Framh. á bls. 51. SAMVINNAN 35

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.