Samvinnan - 01.12.1964, Page 41
áttu gömlu fconurnar (stærri
strokk, sem notaður var á
sumrin, þegar búið var að færa
frá. Hér eru líka mörg góð sýn-
ishorn af þeim. Fallega tré-
girtur strokkur smíðaður aust-
ur í Meðallandi og eru á hon-
um 10 trégjarðir og vantar þó
tvær. Hér er strokkur frá Núps-
stað, merkilegur fyrir það, að
hann er settur saman aðeins úr
tveimur stöfum, úr trjábol, sem
hefur verið sagaður að endi-
löngu og holaður innan. Þarna
er vigtarfjölin, sem smjörið var
vegið á, ostamót, myndarleg-
ur skyrsár, austan frá Kirkju-
bæjarklaustri, búinn að vera
þar í tíð margra kynslóða og
komst ekki um nokkrar dyr, svo
taka varð hann í sundur til
þess að koma honum hingað.
Og það er merkilegt hvað þessi
gömlu tréílát hafa varðveitzt
lengi í daglegri notkun; þarna
er ein hleypiskirna, eins og þær
voru nefndar hér, frá árinu
1826, ártalið er grafið á botn-
inn. Ostapoki er hér, til að
setja í ysta osta, prjónaður úr
togi, svo eru hér ágæt eintök
af mjólkurtrogum, elzta mjólk-
urtrogið er úr búi séra Þor-
valdar Böðvarssonar sálma-
skálds í Holti undir Eyjafjöll-
um, frá því um 1830. Hér er
skyrsár úr búi Sæmundar ríka
í Eyvindarholti undir Eyja-
fjöllum, föður séra Tómasar
Sæmundssonar, seinna í búi
Sighvatar Árnasonar alþingis-
manns. Þarna sjáum við
spunatæknina, þar sem er
halasnældan, rokkur með borð-
hjóli frá miðri 19. öld, annar
aðeins yngri með pilahjóli, og
svo yngsta spunatækið í sveit-
inni, spunavélin, sem er
þó að hverfa úr sögunni.
Við höfum hér sýnishorn af
gamla íslenzka kvensöðlinum,
það er ágætt gamalt eintak af
honum niðri, en hérna er milli-
stigið í þróuninni frá honum
til enska söðulsins, fótafjöl fyr-
ir báða fætur og klakklaus. Og
hér höfum við mykjukláfa eða
mykjulaupa, ég held að þeir
hafi verið notaðir einna lengst
á íslandi hér undir Eyjafjöll-
um, það gerðu aðstæðurnar,
brekkutúnin. Fram um 1930
voru þeir í notkun hér. Bar-
krókurinn, til að reiða á kekk-
ina og hér er melreiðingurinn
og torfreiðingurinn; melreið-
ingurinn þótti allra reiðinga
beztur í ferðalögum.
— Og þarna eru alls konar
ávinnslutæki?
— Já, taðkvíslar, eða muln-
ingskvíslar og hér er pállinn
og trérekan. Ólarreipin, sem
notuð voru í lestarferðunum.
Þarna er skrepputré, sem voru
algeng á Norðurlandi en sjald-
gæf hér, þetta er eina eintak-
ið, sem ég hef fengið.
— Já, þau þekki ég vel.
— Þau eru með tannhjóli,
sem taldi umferðirnar, svo að
konurnar vissu hve mikið band
var í hespunni. Skatteringar-
grind, sem konurnar notuðu,
þegar þær voru að sauma í
skautbúninginn, skattera. Á
þær var efnið strengt.
— Og þarna hafið þið hús-
gögn?
— Já, hér eru merkilegir
munir úr búi Ófeigs Vigfússon-
ar í Fellsmúla í Landssveit, það
eru líklega fyrstu húsgögn á
Islandi, sem hafa verið klædd
með gæruskinnum. Kona séra
Ófeigs, frú Ólafía, gekk sjálf
frá skinnunum, bróðir hennar
mun hafa smíðað stólana og
bekkinn að einhverju leyti,
eða séra Ófeigur sjálfur. Hér
höfum við hærusekki, þeir voru
líka ómissandi i kaupstaða-
ferðunum, undir ullina og und-
ir kornmatinn, það varðist svo
vel í þeim.
— Eru þeir gerðir úr togi?
— Nei, þeir eru gerðir úr
hrosshári og ofnir í vefstól,
röndóttir og með teningum.
Engjaístöð, eða smalaístöð til
að hvíla í fæturna, ef riðið var
berbakt. Hamólar, sem notaðar
voru með þófa, þegar ekki var
neinn söðull eða hnakkur til.
— Já, þakka þér kærlega fyr-
ir. Svona gætum við haldið á-
fram í allan dag. En nú er okk-
ur að verða kalt.
— Já, það er kalt, enda eng-
in upphitun og kuldinn sá sami
og úti. Það er frost hér inni.
— Ég hefði viljað að þú segð-
ir lesendum Samvinnunnar
miklu meira, en í staðinn fyrir
það verð ég að láta nægja að
ráðleggja þeim að skoða safn-
ið. En segðu mér nú að lok-
um: Hvernig er með stjórn
safnsins? Hvernig er hún skip-
uð?
— Það er sérstök byggða-
safnsnefnd, sem hefur stjórn-
ina á hendi, kosin af sýslu-
nefndum beggja sýslanna. í
henni eru fimm menn, tveir frá
hvorri sýslu og svo er fimmti
maður, skólastjóri Skógaskóla.
— Hvern telur þú nú merk-
asta hlutinn í safninu?
— Því er erfitt að svara. Ég
mundi þó segja að það sé skip-
ið, Pétursey, ef ég ætti að gefa
nokkurt svar við því. En mik-
ið skortir á að enn sé nógu vel
að því búið. Yfir það þyrfti
sérstakt hús, svo hægt væri að
ganga frá því með öllum farviði
helzt með öllum seglabúnaði.
Þetta samtal fór fram aðeins
á rishæð byggðasafnsins, eftir
er öll neðri hæðin, með fjölda
merkilegra gripa. En hér er
ekki rúm fyrir meira, þótt svo
töfrar þessa merkilega safns,
hafi þrátt fyrir kuldann gripið
mann sterkum tökum. En löng
er leið til Reykjavíkur og gott
er að verma sig á kaffi Þórðar
Tómassonar áður en haldið er
af stað. Tungl veður í skýjum,
hér hlýtur huldufólk að vera á
ferli, ef það er nokkurs stað-
ar til. En því miður, það sézt
ekki. Það eru aðeins tuglsgeisl-
ar, stjörnublik og smá hríðarél,
sem þreyta álfadansinn, þetta
vetrarkvöld undir Eyjafjöllum.
Og þó. Hver veit um það sem
ef til vill er, þótt ekki sjáist.
Páll H. Jónsson
Stöng í Þjórsárdal
Framh. af bls. 5.
Skeljastaði. Þar hefur senni-
lega verið miðstöð sveitarinn-
ar og helzta höfuðból. En víðar
hefur verið búið stórt í daln-
um, meðan landið var óþreytt
og engar náttúruhamfarir
dundu yfir. Rétt hjá Ásólfs-
stöðum eru rústir, sem kallað-
ar eru Skallakot, og bendir allt
til þess, að það nafn sé hjá-
leigunafn fi^. miðöldum eða
jafnvel síðar. Á þessum stað
hafði einhver byggt bæ sinn í
fyrndinni, á söguöld, ef til vill
á landnámsöld, og sá hafði ekki
byggt smátt og enginn kot-
bragur á býli hans. Er reynd-
ar ekki annað sennilegra en að
þetta sé elzti bærinn á Ás-
ólfsstöðum, sem þótt hefur
þegar til kom, ekki vel stað-
settur þarna og þá verið fluttur
þangað sem hann hefur verið
S'ðan. Slíks eru dæmi, eins og
að líkum lætur, að menn
byggðu bæ sinn á stað, sem
síðar reyndist óheppilegur af
einhverjum ástæðum. Þegar
velja skal bæjarstæði, kemur
margt til greina, og engin
furða, þótt ekki hafi alltaf tek-
izt vel í fyrstu lotu.
Við grófum upp þennan
fornaldarbæ sumarið 1939, og
stjórnaði því verki Dan-
inn Aage Roussell, en ég var
aðstoðarmaður hans. Þetta var
óvenjulega fróðlegur uppgröft-
ur, ekki hvað sízt vegna þess,
að grunnflötur hússins var svo
skýr og skilmerkilegur og hafði
varðveitzt undir þykku áfoks-
lagi, ótruflaður af seinni tíma
raski. Það er sjaldan, að svo
heppilega hittist á. Er skemmst
frá að segja, að þarna kom í
ljós 30 metra langt hús, af-
langt með bogadregnum veggj-
um, dyr á framhlið nær öðr-
um enda, hellustétt inn á mitt
gólf, myndarlegt langeldstæði
á gólfinu og set- eða svefn-
bálkar til beggja hliða. Gólf-
ið var þykkt og kolsvart af við-
arkolaösku, og þótti öllum fög-
ur sjón að sjá þennan hús-
grunn, þegar hann var full-
grafinn. Ekki fór milli mála,
að húsakynni þessi voru frá
fornöld, sjálfsagt 10. öld, það
sýndu ýmsir smáhlutir, sem
þarna fundust, auk þess sem
lagið á húsinu kom í alla staði
vel heim við það, sem ætla
mátti að verið hefði á fyrstu
tímum hér á landi og enn hef-
ur sannazt síðan við uppgrefti,
sem gerðir hafa verið á öðrum
stöðum. Það eru þessar stóru
skálabyggingar, sem maður
verður að hugsa sér sem um-
gerð utan um daglegt líf land-
námsaldar- og sögualdar-
manna, og þær eru frumgerð
íslenzka bæjarins, sem síðan
átti fyrir sér hinn merkilega
órofna þróunarferil, sem nú
má rekja í stórum dráttum allt
til loka þjóðlegrar íslenzkrar
húsagerðar á öndverðri þess-
ari öld, sem nú lifum vér. Sá
þróunarferill er mikil menn-
ingarsaga íslenzk og mikill
lærdómur um ævikiör þjóðar-
innar. Heimildir þeirrar sögu
eru fornritin og síðari ritaðar
heimildir annars vegar og
fornleifafundir hins vegar, og
verður að ausa jöfnum höndum
úr báðum til þess að hægt sé
að draga upp sem stkýrasta
mynd. Margt á enn mjög eftir
að skýrast, en skálatóftir eins
og sú í Skallakoti munu ætíð
standa sem mikilvægur áfangi
við upphaf leiðar. Leifar af
slíkum húsum, fyrstu húsun-
um, sem landnámsmennirnir
reistu hér í landinu, eru
sennilega djúpt grafnar neðst
mannvistarlaga á flestum bæj-
arstæðum landsins, því að tíð-
ast er, að bæir hafi verið
byggðir á sama staðnum frá
upphafi vega og fram á þennan
dag. Öll rannsókn er því torveld
og hartnær óframkvæmanleg,
SAMVINNAN 41